Jamm og jæja
15.8.2007 | 08:21
Sæl verið þið.
Sumarfríið er búið og ég er kominn í vinnuna aftur Þetta var allt of stutt, ekki síst þar sem mér var þrælað út mest allan tímann En eftir stendur íbúðin okkar meira og minna öll nýmáluð og fín, sem er mjög gott. Það er líka aðal málið að drífa í hlutunum og erfiðast að byrja.
Nú fer í hönd pínu skrítinn tími á árinu. Mér finnst þetta svona "hvorki né" tími. Ég meina, sumarið er búið(samt ekki endilega veðurfarslega, meira hugarfarslega) en haustið ekki eða varla komið. Skólarnir fara svo að byrja og svo kemur haustið.
Að mörgu leiti er haustið fínn tími. Til dæmis er haustið mjög góður tími veðurfarslega mjög oft. Kannski ekki mikill hiti en lognið sem skiptir öllu.
Það er annars allt gott að frétta af okkur öllum.
Ég er andlaus núna, mátti til með að láta heyra í mér. Blogga fljótt aftur.
Hafið það gott og megi lífið leika við ykkur.
Athugasemdir
Hvaða vitleysa. Ágúst er næsti hlýjasti mánuður ársins og allt í blóma. Það er því hásumar núna. Breyttu hugarfarinu og það strax.
Til hamingju með nýmáluðu íbúðina.
Guðbjartur (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 17:24
Já Guðbjartur. Það er með þetta eins og skíðin. Þegar páskar eru búnir þá hætta langflestir að hugsa um það að renna sér á skíðum. Þegar versló er búin fer maður ósjálfrátt að kveðja sumarið. Svo er hitastigið á Akureyri þessa dagan í kringum 6 gráðurnar
En takk fyrir hamingjuóskir með nýmáluðu íbúðina. Að vísu er loftið í stofunni frekar illa málað........... (djók)
Péturg (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 08:16
Sæll og blessaður.
Ég má til með að láta heyra aðeins frá mér. Ég les alltaf en hef verið frekar dapur við að koma með nokkrar línur. Það er óhætt að segja að sumarið líði frá okkur of fljótt. Mér finnst eins og það sé ný byrjað.
Það er best að halda áfram. Það er allt á fullu hérna. Bæði í bílskúrnum og svo er baðiðherbergið ennþá í rústi.
Bestu kveðjur frá Grayslake.
Haukur (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.