Ágúst að áliðnum slætti

Sæl verið þið.

Veðrið er aftur farið að leika við okkur hérna fyrir norðan og voga ég mér ekki að segja að haustið sé komið.Errm

Helgin að baki og ný vinnuvika framundan. Var að spila bæði kvöldin um helgina og svo eru byrjaðar málningaframkvæmdir utanhúss hjá okkur í Snægilinu.

Það er framhaldssagan mikla í gangi, hvað varðar vaxtalagið hjá mér.  Nú er ég að taka ákveðna fæðuflokka og sneiða hjá þeim, því það er alveg ljóst að það er eitthvað sem ég þoli ekki, svona fyrir utan þetta augljósa sem kemur frá Ölgerðinni, Viking eða E.FinnssonWhistling

Það er komið nýtt lag í tónlistarspilarann. Þetta er ný útgáfa af gamla diskólaginu, Í Reykjavíkurborg og er það Friðrik Ómar sem flytur þetta að þessu sinni. Flott útgáfa.

Að lokum við ég koma á framfæri afmæliskveðju til Þórðar Rist, frænda míns sem er rétt orðinn 25 ára, kannski rétt rúmlega. 

Sendi kveðjur yfir hafið, til Danmerkur.  Þórður, til hamingju með afmælið í gær. Við Bjössi fengum okkur ekkert Þórðarkaffi í gær við málningarvinnuna en það verður síðar og þá skálum við fyrir þérWink

Jæja, ég er enn í vinnunni. Mánudagar eru langir dagar hérna. Fer vonandi að komast heim....... 

Hilsen - Pétur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband