Fótbolti

Hæ.

Það er dauft yfir bloggsamfélaginu núna. Og það er nú þannig að þegar fáir kommenta, þá finnst manni enginn skoðaErrm  En það er auðvitað ekki rétt.

Það er haustlegt á Akureyri þessa dagana. Rigning og grátt. Mér finnst rigningin góð sem sýnir sennilega að sálin í mér er eitthvað svörtDevil hehehehe.

En nú langar mig að tala um fótbolta og svartar sálir.

Eins og flestir vita þá þykir mér öllu meira skemmtilegt að vinna en tapa þegar keppni er annars vegar.  Og í gegnum tíðina hefur hegðun mín á vellinum ekki alltaf verið til fyrirmyndar, því miður.  Sem betur fer hefur aldur og þroski bætt aðeins hugsun og hegðun við þessar aðstæður.

Fótoltabullur eru eitt en svo eru það fótboltamennirnir sjálfir.

Nýlega birtist frétt um mann í utandeildinni sem hreinlega jarðaði dómarann á staðnum, vegna þess að hann var rekinn út af.  Er ekki í lag??

Einn góður maður sem ég þekki orðar þetta svo: "Fótboltamenn eru eins og kettir; lúmskir, lygnir og ómerkilegir og ligga vælandi þó það sé ekkert að þeim".   Þetta eru stór orð og auðvitað ljót alhæfing því margir í þessari stétt eru fyrirmyndarfólk.   En ég þoli ekki að horfa upp á fótboltamenn í leik, sem tæklar og slátrar næsta manni, fær dæmt á sig brot og bara skilur ekkert í þessuGasp

Þetta myndi forseti vor kalla skíttlegt eðliAngry

 Góðar stundirKissing

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður.

Ég má nú til með að koma með nokkur orð þar sem enginn annar nennir því. Já, það er svona með bloggið. Það koma svona miklar lægðir og enginn nennir að skirfa nokkrar línur. Fólk er samt að lesa síðuna hjá þér. Annars held ég að fólk sé duglegra við þetta á veturnar.

Já það er ansi erfitt að tapa. Þú er bara eins og bræður þínir. Við þolum ekki að tapa í einu eða neinu og það hefur marg sýnt sig. Hinir tveir geta maldað í móinn en það þýðir ekkert fyrir þá að segja eitthvað annað. Ég hef séð þá í Action. Það eru margir leiðinlegir leikmenn sem eru alltaf saklausir og eru yfirleitt þeir allra verstu eins og þúi segir hérna fyrir ofan. Ég reyni alltaf að vera raunsær þegar ég gagnríni og er ekki feiminn við að gagnrína mín lið.

 Mér fynnst rigningin ekki góð. Það er spáð sólskini og blíðu hérna næstu 5 daga og ég er ofsalega glaður yfir því.

Over and out.

Haukur (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 13:19

2 identicon

Sæll frændi.

Þessi góði maður sem þú talar um hefur líklega aldrei átt kött. Allavega botna ég ekkert í þessu, "eins og kettir;lúmskir,lygnir o.s.f.v.".

Finni frændi (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 14:50

3 identicon

Haukur, hvað vitleysa er þetta í þér.
Víst þoli ég að tapa. Ég sem held með KA og Sunderland, þarf ég nokkuð að segja meira.

Guðbjartur (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 15:28

4 identicon

Hef ekkert annað að segja um fótbolta annað en ég sker mig engan vegin í ættina með þann áhuga. ER farin að lesa töluvert meira af bloggi síðustu daga...það fylgir víst vetrinum. Bara láta vita af mér...

Inga Björk (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 10:39

5 Smámynd: Guffi Árna

sæll frændi kikka regluglega á bloggið þitt enn jamm er nú frekar lélegur að kommenta enn kannski verð ég duglegri í framtíðinn jú maður er nú vist orðin bauni eins og hann bróðir þinn, sem er einmitt að koma í morgunkaffi til okkar og svo ætlum við að taka bílasölurúnt,,það verur nú frekar gaman þegar þú og þínir kikkið í heimsókn,,ég skal blæða ölinu bið að heilsa Guffi frændi öðru nafni Fedmule

Guffi Árna, 1.9.2007 kl. 08:40

6 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Hæ hó öll sömul. Mikið er gaman að fá fullt af kommentum..... takk ofsalega mikið fyrir.

Pétur Guðjónsson, 1.9.2007 kl. 18:55

7 Smámynd: Svavar Þór Guðjónsson

sæll ,Pétur

já tapa hvað er það,jú maður er vist að þroskast og er farin að taka á því,ég hef oft huggsað til ykkar í sumar og séð hvað KA menn eru neðalega á töflunni,og þú hefur lítið bölvað yfir því,

enn við Liverpool aðdáendur eigum vonandi góðan vetur og kætumst oft vonandi,jú ég er farin að þola að tapa.

jú ég er orðin tapur að blogga það kemur maður er búin að hafa lítin tima til þess ég kiki alltaf á þitt blogg þó að ég kommeti ekki oft.

kv svavar

Svavar Þór Guðjónsson, 10.9.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband