Kisi +
17.9.2007 | 09:32
Sæl verið þið.
Hann kisi okkar, Zorro sem var nú bara alltaf kallaður Kisi hefur verið hjá okkur í bráðum tvö ár. Og hann var orðinn einn af fjölskyldunni.
Í gær lenti hann í slysi. Hann slasaðist það mikið að hann þurfti að fá að sofna svefninum langa.
Það ríkir sorg á heimilinu. Makalaust hvað ég hef bölvað honum mikið en mér þykir óskaplega vænt um hann. Mikið var tómlegt að koma á fætur í morgun.
En svona er nú lífið.
Góða vinnuviku.
Athugasemdir
Samúðarkveðjur til ykkar. Ég get rétt ímyndað mér að það sé sorg. Ég gleymi ekki hvað það var mikil sorg hjá mæðgum þegar kanínan þeirra dó. Það er líðin mötg, mörg ár síðan.
Haukur (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.