Fyrirheit-gleymast þó.........

Sælt veri fólkið.

Jæja, þá er hinn dimmi og grái hversdagsleiki búinn að vefja sig utan um mig og allt komið í gang aftur. Annars er ekkert dimmt og grátt núna, sólin skín á Akureyri og hið besta veður. Það hefur verið örlítið erfitt að komast aftur af stað í hið daglega líf en að mörgu leiti og reyndar flestu leit er það nú bara gott. 

En ferðin okkar til Tenerife var alveg stórkostleg. Við fórum svo sem ekki margt eða gerðum mjög mikið en þetta var fyrst og fremst afslöppunarferð. Ef þið viljið fá nánari ferðasögu getið þið bara hunskast í heimsókn til okkar.

Nú taka við fögur fyrirheit um að verða að betri manni. Þessi heit eru meðal annars: *verða léttari(þó ekki eins og María mey forðum), *hætta að blóta, *minnka áfengisneyslu en sá kvóti er að verða búinn, *hreyfa mig meira, *klára gömul ókláruð verkefni, *spara peninga, *vera skemmtilegur, *vinna meira, *vinna ekki of mikið, *borða kotasælu í öll mál, *ryksuga oftar heima hjá mér, *rækta betur hjónabandið, *nöldra minna ofl ofl.

Eins og þið vitið eru haust og áramót tími heitstrenginga. Allir vita að það er gott að reyna, því ef ekki tekst, þá reynir maður bara aftur :) og aftur..........

Ekki meira í bili gott fólk.,hafið það gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að heyra loksins frá þér.
Það er alltaf gott að reina að klóra í bakkann. Betra að hreifa sig eitthvað heldur en ekki neitt, betra að borða vel flesta daga heldur en að sleppa sér alveg. Og með áfengiskvótan. Hann hlítur að vera búinn hjá þér eins og hjá mér, he, he.
Best kveðjur og gangi þér vel í þessu öllu saman.

Haukur Gudjónsson (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 14:17

2 identicon

elli
Heill og sæll, þau eru ekki ófá heitin hjá þér. Þú veist að ef þú nefnir svona heit þá þarf að uppfylla þau. Þess vegna tel ég best að vera ekki með nein heit nema þau séu manni hagstæð. Að öðru leyti er best að lifa í þeirri vissu að þú sért fullkominn og ekkert annað komi til umræðu. Hjó t.d. eftir þessu með bjórinn og get fullvissað þig að hann er hollur og því engin ástæða til að minnka hann. Mundu bara að þú hreyfir þig nóg, það er hægt að ryksuga of mikið, gott að eiga varaforða ef það skyldi harna í ári, gömul verkefni eru ekki þess virði að klára þau ef þú ert ekki búinn að því og hjónabandið getur bara versnað ef þú ert með einhverjar drastískar breytingar á því. Over and out.

elli (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband