Væntanlegur heimilismeðlimur
20.9.2007 | 10:07
Komið þið sæl og blessuð.
Jæja, þá gengur lífið sinn vanagang og fjölskyldan að jafna sig á missinum um síðustu helgi.
Úr Snægilinu er allt gott að frétta og það gengur mikið á þessa dagana. Við erum öll mjög upptekin við okkar störf, skóla og áhugamál. Hulda tók sig til og fór að læra að syngja í Tónlistarskólanum. Ég tók upp á því að ganga í kórinn, sem er mjög gaman. Svo er ég nýbúinn að kaupa mér píanó og eiginlega heimastudió. Þetta geri ég m.a.til þess að ég hafi möguleika á að vinna heima í framtíðinni en líka til þess að koma mínum djúpu tónlistarhæfileikum á eitthvert form.
Að lokum við ég segja frá nýjum heimilismeðlim sem mun koma til okkar um miðjan næsta mánuð. Hún er hreinræktaður norskur skógarköttur.
Hér fyrir neðan er mynd af krúttinu. Hún var komin með nafn en við urðum að breyta því, þar sem hún er ættbókarfærð. Segi ykkur meira síðar.
Smellið á myndirnar til þess að stækka.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.