Allt sem fer upp, kemur niður..
3.10.2007 | 11:30
..og þegar maður er kominn í kjallarann er bara hægt að fara upp
Já ég veit að ég var í vondu skapi í gær Þess vegna verð ég að koma með færslu strax í dag og bæta upp fyrir "myrkrið" sem var í gær.
Það er fallegt veður á Akureyri þessa dagana og vetur konungur bíður með komu sína. Það er fínt.
Og nú ætla ég að vera jákvæður. Hér fyrir neðan er skemmtileg dæmisaga um okkur Íslendinga.
Lítil dæmisaga Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu. Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári.
Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið. Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.
Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru.
Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn "motiveraður" samkvæmt meginreglunni: "Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".
Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti. Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.
Athugasemdir
hahaha fyndið.. en samt í rauninni ekki því maður sér alveg skýrskotun í raunveruleikann þarna
Gott að sjá að þú ert kominn upp úr lægðinni! kíkti á síðuna þína í gær (já ég veit... ég kvittaði ekki) og bara varð að kíkja á þig í dag aftur til að sjá hvort það væri ekki breyting til batnaðar!
Bestu bestu kveðjur úr sveitasælunni. Erla
Erla Margrét (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:10
Hæ Erla.
Takk fyrir að kommenta. Gaman að heyra frá þér og ég bið að heilsa í sveitina.
PS. Eru kanínurnar ekki á lífi?
Péturg (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:23
Sæll Pétur.
Ég sá færlsuna í gær og leist ekkert á þig. En það er gott að skapið sé komið í lag.
Þetta er góð saga hjá þér. Ég get nefnt gott. Flugfélögin hérna í USA eru svona. Það er allt siglt á kaf og þeir á toppnum ganga frá þeim með troðfulla vasa og svo er allt öðru kennt um eins og bensínverði, sem er vissulega stór kostnaður en er ekki vandamálið.
Bestu kveðjur frá Grayslake.
Haukur (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 16:14
Jú jú kanínurnar eru á lífi.. en þær eru samt ekki í búri
Þær sluppu.. náðust.. sluppu... náðust og sluppu svo aftur í gær! Leyfi mér að efa það að þær náist allar aftur en það er svaka fjör að reyna að ná þeim skal ég segja þér!
Erla (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 22:34
Blessaður Haukur.
Þannig að þessi saga er ekki svo séríslensk. Reyndar erum við alltaf að verða meiri og meiri Ameríkanar hérna á Íslandi.
Erla, mikið er ég glaður núna að vinna ekki þarna í sveitinni......þó væri það gott fyrir aukakílóin. Þau myndu renna af við að elta kanínur.
Péturg (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.