Eigðu góðan dag
19.10.2007 | 08:53
Sælt veri fólkið.
Það er loksins komið að því að blogga.
Síðustu dagar og vikur hafa verið mér nokkuð strembnir, ég vil ekki segja erfiðir þó mig langi það. Hvað veldur?-spyr einhver. Jú, annríki en það orð nota ég mikið og er ekki að kvarta en það hlýtur að vera þreytandi að lesa alltaf væl og skæl um hvað ég er þreyttur, hef mikið að gera osfrv.. Hins vegar kvarta ég yfir því að skaparinn í mér er týndur. Og það kemur svolitið niður á blogginu.
En þessa dagana er ég aftur kominn af stað í að hreyfa mig. Fór upp úr sex í morgun á Bjarg og spriklaði, sem er mjög gott. Og núna í morgun datt mér í hug umræðuefni.
Í dagsins önn er fólk mjög misjafnlega glaðlegt og gefur sig mismikið á tal við ókunnugt fólk í kringum sig. Ég er þannig að ég á frekar erfitt með að gefa mig að ókunnugu fólki, bara sí svona en ef það gefur sig að mér, þykir mér það bara ánægjulegt. Stundum er samt gott að fá að vera einn með sjálfum sér í eigin hugarheimi.
Ég fór að hugsa um það í morgun að stundum eru hömlur á mér varðandi það að vera glaðlegur við fólk. Því stundum er það þannig að persónan sem þú ert glaðleg/ur við horfir á þig eins og vitleysing ef þú ert "of" glaðlegur eða almenninlegur, hvar svo sem sú lína er. Það er þó ljóst að framkoma er eins og boomerang, þú færð þetta allt til baka.
Í morgun þegar ég var á Bjargi gaf sig maður á tal við mig og fór að tala um veðrið. Frumlegt? Nei en auðvitað er það sígilt hjá okkur Íslendingu og reyndar umræðuefni þessa dagana, þar sem veðrið er frekar furðulegt. Og skárra er nú að tala um veðrið en Hannes Smárason eða Villa viðutan, fyrrverandi borgarstjóra eða verðbréf, peninga eða hver græðir hvað. En samtali okkar lauk þannig að hann sagði; "eigðu góðan dag". Og þetta er óskaplega viðkunnalegt að mínu mati. Við mættum vera meira á tánum að kasta góðum kveðjum til annarra, því það skilar sér alltaf í vellíðan hjá okkur sjálfum.
Og nú segi ég megið þið eiga góðan dag og góða helgi. Við mömmu og pabba segi ég, góðan mánuð en þau eru að fara til Kanarí í fyrramálið og keyra suður á eftir. Sendi þeim góðar kveðjur, þau eiga eftir að vera eins og blóm í eggi þarna úti.
Athugasemdir
Góðan daginn. Það er gaman að fá blogg frá þér. Ég skoða alla daga þo að það hafi ekkert verið að gerast í langan tíma. En það er svona. Við verðum oft of upptekinn til að sinna blogginu og reyndar einu og öðru.
Það er oft gaman að tala við fólk sem maður þekkir ekki. Það er svo misjafnt með mig hvort ég tala við ókunnuga eða ekki. Þegar ég flýg þá tala ég kannski við einn eða fleiri aðila. Svo koma tímar sem ég get verið á ferðalagi og ég tala ekki við neinn nema það sem er nauðsynlegt. Síðast þegar ég flaug þá var stelpa um 18 eða 19 sem sat við hliðina á mér. Ég man ekki hvernig samtalið byrjaði en við töluðum heilmikið á leiðinni. Ég man ekki hvaðan hún var en hún var orðin mjög stressuð þegar við nálguðumst Chicago. Hún var að koma til USA í fyrsta skiptið og var stressuð yfir pappírunum sem þurfti að fylla út og svo skipta um vél. Ég útskýrði þetta vel fyrir henni. Hún var mjög þakklót fyrir alla hjálpina. Þetta er dæmi um það að maður getur oft hjálpað og gefið af okkur. Það er líka gaman að heyra að fólk segi góðan daginn eða eigðu góðan dagÉg geri það nánast alltaf þegar ég fer í búðir.
Eigðu góðan dag og helgi.
Haukur (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.