Nei, nú skrifa ég sko í blöðin
31.10.2007 | 08:44
Hæ.
Æði oft hefur maður sagt: "Nei nú skrifa ég í blöðin". Þess vegna er bloggið svo fínt, því þá getur maður nöldrað út og það ætla ég að gera núna.
Í nútímaþjóðfélagi eru kröfur miklar og kannski eru þetta kröfur hjá mér núna en í öllum þessum kröfum er þetta spurning að velja eða hafna. Bæjarfélag eins og Akureyri þarf til dæmis að velja og hafna, í hvað útsvarspeningar okkar fara. Þessa dagana sýnist mér að þeir fari allir á einn stað, í tónlistarhúsið okkar.
Þetta tónlistarhús er sennilega mikil lyftistöng fyrir bæinn...en höfum við efni á þessu?
Líklega með því að sleppa hinu og þessu, skera aðeins meira niður í heilbrigðisgeiranum, fækka sambýlum, henda geðsjúkum út á götu, banna ljósritun í skólum, fækka kennurum og stuðningsfulltrúum, taka út af áætlun næstu tíu ár að endurnýja nokkuð af tölvum og drasli os.frv.
Í morgun gekk ég nefninlega í vinnuna og þá var slabb út um allt. Núna þegar klukkan er að verða níu, sé ég ekki eitt snjóruðningstæki á ferð. Þeir hafa kannski selt þau bara, fyrir þessu andsk.tónlistarhúsi????
Athugasemdir
Ég styð þá hugmynd að þú skrifir í blöðin.
Kveðja Inga BJörk
Inga Björk (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:34
Láttu það flakka í blöðin. Um að gera að fá smá útrás. Þú ert kannski búinn að fá útrás eftir að þú skrifaðir þessar línur.
Haukur (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 11:47
Helv. ertu duglegur að labba í vinnuna! Það er það eina sem mér dettur í hug þegar ég les þetta
En það er BARA vegna þess að ég reyni að loka augunum fyrir því hvað þessi blessaða bæjarstjórn er að gera.. það er bara of sárt að fylgjast með því!! Komst þó ekki hjá því að sjá viðtal við formann skólanefndar hlæja um leið og hún sagði að þau hefðu bara misreiknað fjölda barna hjá daggæsluforeldrum og því verði þau að lækka verulega niðurgreiðslu til foreldra þeirra barna.
Endilega skrifaðu í blöðin þó þú hafir án efa pústað aðeins með því að skrifa hingað inn....
Erla Margrét (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 13:25
Hæ, endilega skrifaðu í blöðin. Í hádeginu þegar ég fór í vinnuna var ekkert búið að skafa og engin tæki sáust á ferð.....
Kveðja Laufey
lg (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 13:33
Ég held bara að allir ættu að kaupa fjalla bíla á Akureyri. Þá er það mál bara leist.
Haukur (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 13:44
Sæll Seli minn! Engin helv.... blöð, bara upp með sendana og í loftið með þetta allt saman. Ertu með ?
Kveðja frá Laxa í Kópavogi
Kjartan Pálmarsson, 14.11.2007 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.