Sól að morgni

Komið þið sæl.

Þá er sunnudagur runninn upp og eftir stórhríð gærdagsins er komin sól og fallegt veður á Akureyri en það er kallt.

Þetta er fimmti frídagur minn og reyndar okkar Huldu en við tókum þrjá sumarfrísdaga frá mið til fös og svo óvenjulegt helgarfrí hjá mér. Bara mjög gott.

"En af hverju eruð þið í sumarfríi núna?  Ég myndi nú ekki gera þetta svona"- kann einhver að segja.  Og það langar mig einmitt að tala um; afskiptasemi annarra.

Það eru ótrúlega margir sem virðast vilja ráða annarra lífi og skipta sér af öllu..... "Af hverju keyptirðu þér svona bíl, hann er svo lítill, eða of stór eða....." Ég veit um manneskju sem gjarnan skipti sér af því hvernig húsverkum var háttað á heimili vina sinna eða hvernig peningum var ráðstafað....þetta er m.a.s. satt.

Það er ótrúlegur ósiður að dæma aðra.  Ég skal alveg viðurkenna að ég set mig oft í dómarasætið og vinn mikið í því að hætta því. 

Svo er hins vegar allt annað mál ef gjörðir þínar hafa áhrif á líf annarra og skemma fyrir þeim, það er svo allt annar handleggur en þessi munur ætti ekki að vefjast fyrir nokkrum heilvita manni en eins og við vitum eru dæmi um það.

En á meðan þitt líf stendur undir þínu sjálfstæði, þá eru þínar ákvarðanir algjörlega þínar.

Þetta er best að lýsa með þessum orðum: "If you want to live my life, pay my bills"

Nú ætla ég að fara inn í eldhús og hjálpa Huldu og Fanneyju að baka piparkökur. Það eru jú að koma jól og ég á eftir að gera þetta og hitt og þetta og hitt.................................

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að fá blogg frá þér á þessum ágæta sunnudegi. Það er allt önnur saga með daginn á morgun.

Afskiptasemi er ekki skemmtileg. Við höfum öll okkar skoðanir. Ég líka meina að sumt fólk geti ekki glaðst með öðrum og þurfi að vera með leiðindi í staðinn.

Bestu kveðjur frá Jeddah.

Haukur (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband