Hér er sagan af blogginu sem dó

Helló.

Jæja, það er kominn mánudagur. Af mér er nú allt ágætt að frétta nema þó að minn stóri skrokkur mótmælti kröftuglega aðfaranótt fimmtudags. Hef verið að bryðja mörg, mörg grömm af verkjastillandi og drukkið 1-2 viskí á dag....... reyndar ekki rétt þetta með viskíið.  Svo notaði ég helgina bara í að slaka á og liðka mig upp. Mætti svo eins og tékkneskur spýtukarl í vinnuna.

En af öðru: Ég var að skoða gamla bloggið mitt og skoða færslur aftur í tímann. Það er svo fínt að geta skoðað ýmsa atburði sem maður þarf að muna út frá blogginu. Og þegar ég sá gamla bloggið mitt sá ég að sá kraftur sem var í blogginu mínu er horfinn. Farinn....Ég veit ekki af hverju. 

Nú auglýsi ég eftir kommentum frá ykkur ÖLLUM um það hvað vantar. Hvaða neista vantar? Ég vil gagnrýni. Látið það koma............

Hafið það gott í dag, hvar sem þið eruð og munið, dagurinn í dag verður eins góður og þið látið hann verða.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ný skriðinn á fætur og kem með hvað mér fynnst seinna í dag eða fyrsta tækifæri. Ég vona að bakið batni.

Haukur. (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 13:34

2 identicon

Alveg gjörsamlega andlaus að reyna að kommenta hjá ykkur bræðrum. Mér leiðist svo haustið:( göngur og vesen í sveitinni:( en náttúrann skartar sínu fegursta:)

laufey (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 14:56

3 identicon

hellúhellú, vantar hugleiðingar um daginn og veginn frá hjartanu:) eru þau búin að steingelda þig þarna á skrifstofunni?? En er ekki sagt að þjáðu skáldin séu mest skapandi, ertu bara ekki svo ánægður með lífið að þú siglir sjó hversdagslífsins á bleikum skýjum án þess að hafa neitt við það að bæta??

Inga Björk (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 16:18

4 identicon

Það er ekki auðvelt að halda bloggi gangandi og ekki nema þeir bestu sem geta gert það, og gera það vel. Þú hefur staðið þig af mestu leiti vel. Það er rétt hjá þér að það er einhver deifð yfir þessu hjá þér og af mínu mati þá mætturðu blogga aðeins oftar. Það er hins vegar ekki auðvelt þegar við flest gerumþað sama dag eftir dag. Þá þarf að koma með eitthvað sem þú heyrir og sérð t.d. í sjónvarpi eða bara hvað sem er. Sagan er góð hjá þér og ég vissi ekki að þú hefðir bætt við hana, fór alveg fram hjá mér. Svo er það líka annað sem er kannski ekki beint í þínum höndum að fólk þarf að vera meira með, hefur vantað upp á síðkastið. Ef það væri ekki fyrir lögin hjá mér þá hefði ég sennilega aldrei byrjað með blogg. Það tókst framar öllum vonum. Ég gæti ekki skrifað endalaust um hvað ég er að gera á hverjum degi sem er það sama síðustu dagaupp á hvern dag. Einn daginn verður bloggið kannski úrelt, rétt eins og tölvupósturinn. Ekki það að við notum hann ekki ennþá en kannski ekki til að vera í sambandi eins og fyrst. Ég vona að þetta hjálpi eitthvað, og líka að þú hættir ekki. Mér fynnst alltaf gaman að lesa bloggið hjá þér þó að það sé ekki mikið um að vera.
Bestu kveðjur.

Haukur Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband