Skrítið

Sælt veri fólkið.

Skrítið hvað lífið er stundum skrítið. Hef að undanförnu verið að lesa bók sem hefur opnað huga minn gagnvart mörgu. Það má segja að þetta sé hjálpleg bók í leit að mörgum spurningum lífsins.

Hafið þið til dæmis ekki upplifað það að reyna of mikið. Ég er að meina að þú til dæmis reynir svo að komast í ákveðna stöðu, reynir og reynir en ekkert gengur. Svo hættirðu að reyna og þá gengur allt. EN!!! Þeir fiska sem róa, sem þýðir að ef þú gerir ekkert þá gerist ekkert.  Þetta er hvort tveggja rétt. Hvernig má það samt vera?

Skrítið!

Í þessari bók sem ég vitnaði í er sagt frá manni sem langar að ná ákveðnum árangri. Og hann spyr lærimeistara sinn: "Hvað verð ég lengi að læra ef ég legg mig virkilega fram?"  Og lærimeistarinn svarar: "Eitt ár".  "En ef ég legg mig virkilega fram og reyni enn betur?"  Og hann fær svar um hæl: "Tvö ár". Nú skilur neminn ekkert í neinu en heldur áfram: "En ef ég nú legg allar mínar frístundur í að læra?  "Þá svarar lærimeistarinn: "Fimm ár".   "En ef ég helga mig þessu alveg?"-spyr þá lærlingurinn.  "Tíu ár".   Þarna er hann hættur að skilja en fær þau svör að ef þú reynir OF MIKIÐ þá verða hlutirnir bara erfiðir.  Ég man ekki nákvæmlega hvað bókin segir en þarna þarf maður að ganga þennan hárfína og gullna meðalveg.

Eitt er þó alveg ljóst. Hugurinn okkar og hugarfar skiptir svo rosalega miklu máli. Hugsaðu þér, BARA EF ÞÚ VILT, þá geturðu nánast allt. Horfðu fram á við, láttu hugann reika og ímyndaðu þér hvernig þú vilt vera eftir eitt eða tvö ár. Settu upp leikþátt í huganum og óskaðu þess af öllu hjarta að þetta verði svona. Og með jákvæðu hugarfari og áminningu um þetta nógu oft, þá gerist það.

SKRÍTIÐ!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kominn mikill kraftur í bloggið hjá þér. Þetta er bara eins og áður fyrr. Alltaf nýtt blogg.
Ég hafði mjög gaman af því að lesa þetta og örugglega gott af því líka.
Bestu kveðjur.

Haukur Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 13:28

2 identicon

Alltaf gaman að skoða bloggið þitt og þá sérstaklega þegar speki þín og pælingar snúa að hinu daglega lífi, það hafa nú allir gott af að staldra aðeins við og spá í hvað vill ég? hvað ætla ég að gera? og hvernig ætla ég að fara að því að framkvæma það? því við getum allt sem við ætlum okkur ef vilja styrkurinn er nógu mikill þá getur maður bara ALLT:o) ánægjulegt að heyra að fríið ykkar lukkaðist vel bið að heilsa Huldu. Kveðja Silla

Sigurlaug Skúladóttir (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 08:33

3 identicon

þetta er greinilega snilldar bók. mjög margt í þessu..Má ég spyrja hvaða bók þetta er?

Inga Björk (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband