Fréttir

Sælt veri fólkið.

Mér finnst ágætt að segja annað slagið fréttir af okkur en ekki of oft svo bloggið verði ekki sjálfhverft.

Við erum að komast aftur af stað eftir fríið. Reyndar kom bakslag í allt þegar ég fór í bakinu!! Þetta er alveg furðulegt, hvað bakið á mér klikkar oft á haustin. Þetta fer bara að vera eins og réttirnar, gerist alltaf.  En Hulda vill meina að ég sé keyri mig svo út á sumrin að þegar ég fari í frí, þá klikkar allt.  Þegar við vorum út á Tenerife þá komu ýmsir smávægilegir kvillar hjá mér. Þá sagði Hulda einmitt að það þyrfti að senda mig og mömmu saman í frí, því það er alltaf einhver andskotinn að okkur í fríinu.  Ég er semsasgt alveg rólfær þessa dagana, samt alltaf með verki en er á leið til sjúkraþjálfara.

Núna er frekar róleg tíð í vinnunni hjá mér og öðrum verkefnum. Það er að breytast. Í vinnunni er mjög líflegt þegar jól nálgast og svo hef ég tekið að mér útvarpsþátt sem fer í loftið í nóvember á Voice. Ég segi ykkur frá þessum þætti síðar en þarna er talsverð dagskrárgerð en ekki bara að spila tónlist.

Annars eru allir hressir, við Hulda erum að standa okkur ágætlega í bættu líferni og tökum eitt skref í einu. Börnin eru hress, Fanney byrjuð í 7.bekk og Birkir í 2.bekk í M.A. Þau una sátt við sitt.  Kötturinn er á sínum stað, verður ljúfari með hverjum deginum en tekur geðsýkisköst annað slagið, síðast í gærkvöldi.

Það er sem sagt allt í sóma hjá fjölskyldunni í Snægilinu. Við tókum fullt af myndum í ferðinni og þætti gaman að fá einhvern í heimsókn til þess að skoða þær með okkur.  Verið velkomin í kaffi.

Svo vil ég þakka fyrir kommentin. Haukur er duglegur að kommenta og er oft sá eini. Hann heldur mér oft gangandi. Mér þótti ofsalega gaman að heyra í Sillu vinkonu minni, sjáumst í fjallinu þegar vetrar..... Inga, já þessi bók er algjör snilld. Hún heitir:"Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn". Ég mæli með þessari bók, hún er holl lesning.

Megi dagurinn verða ykkur góður og ánægjulegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband