N-3 jól

Hæ hó.

Vil byrja á því að þakka öllum sem kommenta.

Við félagarnir, sem köllum okkur N3, vorum að setja saman jólalag, eða öllu heldur breyta gamla laginu White christmas í diskóútgáfu. Þetta er meira til gamans gert og frumraun okkar. Textanum er snarað á íslenskuna.  Við fengum svo ungan og efnilegan söngvara, Eyþór Inga Gunnlaugsson, sem ég reyndar við meina að sigri heiminn innan fárra ára, til þess að syngja.

Þetta er ekki endanlega útgáfa lagsins en það má hlusta á það hér vinstra megin á tónlistarspilaranum. Endilega hlusta. 

Svo kemur textinn hér að neðan:

Mig dreymir nú um Enn—þrír-jól

Og fá að dansa alveg nóg.

Þetta óska ég mér, að fá nú frá þér

og lí—ka jólatré og snjó.

Nú vil ég fá mín Enn-- þrír -jól

er skó í gluggann ég nú læt

og sú gjöfin verður svo sæt

að ég alla, hátíðina græt.

 

Heyrumst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Blessaður Pétur,

Sælla er að þiggja en gefa sagði amma alltaf...
Hvað er meira við hæfi eftir lestur þennan pistils?
Maður spyr sig...

Freyr Hólm Ketilsson, 29.11.2007 kl. 09:02

2 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Blessaður Freyr.

Takk fyrir kommentið......

Pétur Guðjónsson, 29.11.2007 kl. 09:40

3 identicon

Heyrðu gamli þetta verður maggnað heheheh djövull eru þið hressir hahahah!

verð eignilega að viðurkenna að ég hafði smá áhiggjur af því hvernig talið ofan í lagið kæmi út en þetta lofar rosa góðu, mér fannst þetta mjöööög fyndið eiginelga betra en ég bjóst við. haha :D

Hlakka til að heyra loka mixið. ;)

kv, Eyþór Ingi

Eyþór Ingi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 19:59

4 identicon

Já er bara sennilega að gera sig annars er nýja lagið sem kemur á eftir þessu svaðalegt

Dabbi Rún (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband