Andstæður

Við förum snemma í grunnskólanum að læra um andstæður. Heitt og kalt, stórt og lítið o.s.frv. 

Ég vil meina að andstæður geti tengst öfgum. Mér finnst til dæmis best að klæðast annað hvort í svart eða hvítt, nú eða drekka sjóðheitt kaffi eða ískaldan bjór. Svo þekki ég einn, hann er reyndar talsvert skyldur mér, sem annað hvort borðar ekkert nammi eða heil ósköp af nammi. 

Sennilega gerum við okkur ekki grein fyrir því hversu oft okkur tekst EKKI að rata hinn gullna meðalveg. Það er annað hvort í ökkla eða eyra. 

En í ljósi þessa, velti ég því fyrir mér hvort Eyþór nokkur Arnalds, sem verið hefur í fréttum að undanförnum, bregðist við því að vera próflaus með því að gerast prófastur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan mánudag Pétur. Það var mjög gaman að lesa síðustu færslu svo og þessa. Eftirfarandi er mín skoðun á hinum góða meðalvegi. Ég veit að þú ert ekki að tala um mig og nammi átið þó svo að ég geti verið líka dottið ofan í þetta. Ég ætla að koma með dæmi um þessi marg umtöluðu aukakíló. Það þýðir ekkert að fara í megrun ef að hugarfarsbreiting kemur ekki með því. Við getum farið oft í megrun og mist nokkur kíló en þau koma aftur og nokkur í viðbót. Þess vegna verðum við að breita hugarfari og ekki fara út í öfgar. Heldur lofa sér eitthvað reglulega og láta hlutina taka lengri tíma.

Haukur Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 13:28

2 identicon

Nákvæmlega Haukur. Heill hugur, heill líkami.
Takk fyrir að kommenta.

peturg (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband