Arrrggg!!!! Eru jólin að koma?

Hæ hó.

Það er best að byrja á fréttum að henni Huldu minni. Hún er bara orðin hress eftir snögglega sjúkrahúslegu.

Við erum full af tilhlökkun til jóla, eins og vanalega. Og....eins og vanalega er allt í rugli, þ.e. á síðustu stundu. Jólakortin eru eftir, ég má ekki vera að neinu og á eftir að gera margra klukkutíma jóladagskrá fyrir VoiceWink En það vinn ég heima í geymslu, eins og undanfarin ár. Þetta er partur af jólaundirbúning.

Núna erum við öfugsnúna fólkið. Síðustu ár höfum við nefninlega verið með gervi-jólatré en langar í lifandi tré í ár.  Við sátum yfir þessari ákvörðun í gærkvöldi. Sennilega er þetta eins heimskulegt og hægt er, því hún Dís okkkar er skógarköttur og......þarf að segja meira. Hins vegar er hún mjög hlýðin og gerir oftast það sem maður segir henni að gera.

En jæja, þarf að vinna.  Það er verst hvað þessi vinna slítur í sundur daginn.......

Endilega kommenta.

Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Pétur.

Þetta er ekki auðvelt með jólakotin. Ég á þetta allt eftir og er hreinlega ekki í stuði til þess. Ég er reyndar ekki búinn að ná mér eftir langa og MJÖG erfiða vinnutörn. Það má eiginlega segja að mér svimi ennþá eftir miklar vökur.     

Fyrir utan það þá skulda ég blogg færslu. Það gengur heldur ekki vel að koma því í verk.

Bestu kveðjur frá Grayslake, Haukur.

Haukur (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 13:52

2 identicon

Nei, nei, það er langt í að jólin komi. Heilir 13 dagar. Svo þú getur bara tekið þessu rólega fyrst um sinn.
Gott að heyra að Hulda sé orðin góð. 

Bestu kveðjur úr borginni, Guðbjartur

Guðbjartur (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 15:19

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Sæll drengurinn minn! Já gott að heyra að Hulda er í formi ,,þó ekki kökuformi''hehehe. Skilaðu kveðju til hennar frá mér. Já og hér er allt í rugli líka. Eigðu svo Gleðilega Jóladagskrá, ef aðstoð vantar þá er bara láta vit, og um leið reikar hugurinn aftur til ársins 1988 23.desember. FM 101,8 ooooooooo

Kjartan Pálmarsson, 11.12.2007 kl. 22:00

4 identicon

þetta reddast pétur minn eins og ævinlega;)

Inga Björk (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband