Takk
27.9.2006 | 19:49
Koomið þið sæl og blessuð.
Mér er efst í huga, á þessari stundu....... Nei, þetta er nú farið að hljóma eins og þakkarræða á Óskarnum. En gott fólk, mikið er ég þakklátur fyrir kommentin frá ykkur. Nú verð ég saddur eitthvað fram á næsta ár hvað það varðar.
Ég veit að ég get ekki gert kröfu á að fólk kommenti og skil vel að þið séuð ekki í stuði til þess. En einhvern veginn fannst mér að það væri allur kraftur dottinn úr síðunni. Svo þegar ég fékk kommentin frá ykkur þá kviknaði vonartýra í hjarta mínu. Gaman að fá komment héðan og þaðan, frá Borg Óttans(með stóru Ó-i) eða innan úr firði og út með firðinum. Takk kærlega fyrir.
Er hálf slappur í dag þar sem ég fór í sjúkraþjálfun í morgun. Bakið. Óttaðist mikið að ég fengi sama dóm og í fyrra þegar ég fór til hjartasérfræðings(af því að ég hélt að ég væri að deyja úr hjartaáfalli) og hann sagði að það væri sko ekkert að mér, ég væri bara of feitur. Sjúkraþjálfarinn sagði það EKKI í morgun en lét mig vita að hreyfing væri það eina sem gæti haldi mér frá bakverkjum. Hann skrattaðist mikið á skrokknum á mér, reyndar svo mikið að ég óttaðist að ég hlúnkaðist niður úr bekknum sem má muna fífil sinn fegri. En hann náði að losa mikið um og þetta er allt að koma.
Að lokum þetta:
Lífið er samspil árangurs og mistaka þú þarfnast hvors tveggja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.