Varúð -Geðvonska!
28.9.2006 | 09:52
Æææjji
Ég vaknaði geðvondur í morgun. Veit ekki alveg af hverju og ég get lítið að því gert. Og þó!
Það eru sumir dagar erfiðari en aðrir...en eins og ég hef sagt hér á blogginu er þetta mest undir sjálfum okkur komið. Held að ég sé þessa stundina til dæmis að berjast við vindmyllurnar sem ég talaði nýlega um.
En það er ekkert að, ég er bara í fýlu og mátti til með að láta ykkur vita.
Athugasemdir
Þú ert nú meiri fílutotan. Ég myndi reyna að komast af því hvað gerir þig geðvondann. Oftar en ekki veit fólk hvað það er sem pirrar ef það kafar ofan í það. Þegar þú ert búinn að komast að því skaltu halda fund með sjálfum þér og setja þér það markmið að útrýma öllu sem gerir þig geðvondan. Ef það þarf drastískar breytingar þá þarf drastískar breytingar. Og ég ætla að vera svolítið vondur við þig núna. Þú segir að þú getir lítið við því gert að vera geðvondur, en það er ekki svo. Geðvonska er hugarástand sem má auðveldlega útrýma með einföldum skilaboðum. Annars er það svolítið gaman að lesa svona póst frá þér. Yfirleitt brosir mar út í annað.
Hafðu það gott félagi og njóttu lífsins, þú veist ekki hversu lengi þú tórir.
borgarbúi (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 11:28
Takk fyrir þetta kæri Borgarbúi. Þú ert nú reyndar ekkert vondur að segja hlutina eins og þeir eru. Ég reyni sífellt að læra að taka gagnrýni en hef í gegnum tíðina átt erfitt með það.
Og þegar þú segir að ég viti alveg af hverju ég er geðvondur, þá veit ég það í raun og veru. Þurfti ekki að kafa djúpt.
En takk fyrir þetta og hafðu það gott sömuleiðis.
Péturg (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 12:03
Sæll.
Er hættuástandið ekki gengið yfir ?
Ef svo er ekki drífðu þig þá í ræktina og fáðu útrás á tækjunum þar. Og svo ég steli nú orðum ágæts manns þá hefur geðið gott af djöfulganginum og endorfínið mun sullast um heilann og þér mun finnast lífið skemmtilegt aftur og haustlaufin falleg ;-)
Njóttu dagsins.
Kveðja úr borginni stóru,
Guðbjartur
Guðbjartur (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 12:29
Sæll Pétur. Dagarnir eru misjafnir eins og þeir eru margir. Ég átti t.d. ekkert sérstakan dag í gær, hann skánaði reindar þegar leið á. Það var bara fyrir það að ég gerði eitthvað í því. Vona að fílan sé farin núna.
Haukur Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 13:06
Takk fyrir þetta Guðbjartur og Haukur. Já, dagarnir eru misjafnir...er farinn að pússa gleraugu bjartsýninnar þessa stundina en ég fer ekki í ræktina í dag, ætla að byrja á morgun.
En þetta er allt að koma og geðið er miiiklu betra núna.
Péturg (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 13:23
Ha, ha.
Rosalega erum við samtaka Pétur. Ég ætla líka að byrja í ræktinni á morgun ;-)
Guðbjartur (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 16:44
Pétur minn, þetta er allt spurning um VIÐHORF. Að vakna geðvondur og þykjast ekkert geta gert í því er auðvitað dálítið slappt hjá manni að nálgast miðjan aldur!!! Settu blað á útidyrahurðina þína, eða jafnvel á svefnherbergishurðina að innan til að taka á því strax og þar skal standa: Ég get breytt viðhorfi mínu. Ég get ákveðið að vera glaður eða að vera fúll. Hvernig á það að vera í dag?
Kveðja, BS
BS (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 21:50
Jæja.. vona að geðvonskan sé farin út í veður og vind! Það þýðir náttúrulega ekkert að vakna í vondu skapi ;)
En já og hmm.. ég er nú ekki enn farin að horfa á myndina þína en hver veit nema ég hendi henni í tækið um helgina með blýantinn í hinni.. verst bara að mér skilst að þetta sé ekki barnaefni?!? hehe svo að krílin verða víst að vera fjarri á meðan.. og svo er maður alltaf svo agalega þreyttur á kvöldin þegar þau eru sofnuð að ég hef látið það vera að vera að gagnrýna myndir þá.. veit ekki hvort þú hefðir grætt mikið á því ;) og þó.. kannski þú gerir það bara!
En hver veit.. það kemur að því! :) Það er ekki það að mig langi ekki til að sjá myndina.. Ekki halda það ;) Langar það nefnilega mikið.
Kv. Erla
Erla (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 09:22
Gleðilega helgi :O
lg (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.