Hjálp-mig vantar áfallaHjálp!!!!!
5.10.2006 | 14:17
Það er miðvikdagur.....laufin falla og veðrið er kalt en stillt. Það er haust.
Inni í húsi, ofarlega í þorpinu stendur þéttholda maður í eldhúsinu sínu og eldar matinn. Hann er hálf þreyttur því hann hefur nýlokið við að koma út vikulegu útgafuverkefni sínu. Í eldhúsinu er nú stefnt að gourmet-kvöldmat þar sem síðustu dagana hefur léttmetið orðið fyrir valinu í kvöldmatinn.
Afkvæmin eru ekki spennt fyrir kvöldmatnum. Þau mótmæla en verður ekki ágengt.
Þéttholda maðurinn hanterar hráefni kvöldsins sem að þessu sinni er sjáfarfang. Hann hefur sett upp kartöflur og þær eru að verða soðnar. Þar sem vanda skal verkið, er fisknum nú veltu upp úr eggjahræru. Því næst er honum velt upp úr hveiti, aftur upp úr eggjahræru og aftur upp úr hveiti. Þetta er svo kryddað af mikilli kúnst.
Þetta lítur vel út. Þéttholda maðurinn tekur fullsteiktan fiskinn af pönnunni og setur hann á fat, þar á eftir inn í ofn. Því næst tekur hann síðasta stykkið, sem hafði verið velt upp úr egg>hveiti>egg>hveiti, og skellir því á pönnuna. Því næst fer hann á staðinn sem hann er oft við, eldhúsvaskinn og vaskar upp eftir sig.
Þegar þarna er komið við sögu er kominn tími til þess að snúa þessa síðasta fiskstykki á hina hliðina og fara að kalla:MATUR! En þá gerist það.......Hveitið lifnar við???? Það dansar!! Og svangi, duglegi, gourmet-þéttholda maðurinn horfir stórum augum á pönnuna, á fiskstykkið..........
Hva-djö-andsk.!!! Það er ormur sem sveiflar sér í fisknum mínum á pönnunni. Það er rétt eins og einver fakír sé með blokkflautuna og ormurinn liðast upp úr fisknum í gegnum hveitið. OOOJJ!
Hárin risu, höndin tók kipp og ormurinn datt úr fisknum og á pönnuna. Steiktur ormur. Maðurinn hljóp til konu sinnar í leit að áfallahjálp...
Þetta kvöld var þéttholda maðurinn með velgju og lagði af um 387 gr. Hann rétt gat borðað skyrdrykk sem ætlaði upp úr honum aftur.
Borðið þér orma frú Norma?......ef svo er, þá máttu eiga fiskinn minn.
Athugasemdir
Ormar eru hollir og hvað í andskotanum var þéttholda karlmaður að gera í eldhúsinu þínu....ég er ekki hissa að það séu ormar þar....ef þú vilt fá mikið af góðum fiski, án orma og frítt þá veistu hvert á að fara....
Hafðu það ágætt en skyrdrykkur getur verið hættulegur
Júlli
Júlíus Júlíusson (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 15:17
Mikið er þetta skáldleg og skemmtileg lýsing hjá þér. Ég lifði mig svo inn í textann að ég fann hárin rísa á handleggnum.
En ég hefði þegið fiskinn með þökkum ef ég hefði verið á svæðinu.
Guðbjartur (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 18:08
Ekki gaman ad leggja mikid a sig vid eldamennskuna og thurfa svo ad henda matnum i ruslid.
Er kominn til Minneapolis og finn ekki lidid. Thau hljota ad vera ad versla einhverstadar. Sem betur fer er eg med nog ad drekka.
Best kvedjur fra Minnesota.
Haukur (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 20:26
Úffúff, ekki gaman...þetta er alveg til þess að maður missi listina..ég ætla heim og sigta hveiti eftir vinnu¨!
Inga Björk (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.