Ég er lifandi, lifandi-alveg .....
10.10.2006 | 10:08
Hæ hó.
Stutt blogg á þriðjudegi. Ég er ekki búinn að fá áfallhjálp ennþá eftir orminn sem ég taldi vera í fisknum mínum. Eftir nánari umhugsun dettur mér í hug að hann hafi verið í hveitinu Oj!! Hér eftir mun ég sigta hveitið mitt, svona til að vera viss.
Átti notalega helgi..við Hulda fórum í sumarbústað austur fyrir fjall. Kom endurnærður til baka.
svo er ég að vinna um næstu helgi. Það er nóg framundan og ég kemst ekki yfir allt sem ég er beðinn um.
Skrifa fljótlega eitthvað spekingslegt. Takk fyrir að kommenta
Ps: Er alveg að fara að byrja í ræktinni.....Guðbjartur, við byrjum á morgun er það ekki?
Athugasemdir
Hæ Pétur. Var að mæta í vinnu eftir frábæra ferð og blíðskaparveður, alltaf jafn gaman að koma til Ameríku og ég tala nú ekki um að versla þar. Keypti allar jólagjafir þar nema handa tengdó. Það var gaman að Haukur skildi nenna að koma og vera með þessum kaupsjúklingum, alltaf gaman að hitta hann og spjalla við. Haukur sagði okkur frá orminum á pönnunni hjá þér og það lá við að ég missti lystina á baccardinu sem ég var að drekka. Ég hef alltaf sigtað hveiti og sykur frá því ég fór að búa, hafði heyrt um svona tilfelli þá en aldrei fundið neitt kvikindi sem betur fer.
laufey (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 13:50
Hæ Laufey og velkomin heim. Gaman að heyra að ferðin var góð...
Ég hef nú misst matarlyst við svona fréttir en aldrei misst lystina á áfengi :)
Péturg (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 15:55
Já, ræktin. Hún býður eftir okkur. Ef á morgun er í dag (núna er kominn 11. okt) þá er þetta ekki rétti dagurinn til að byrja. En við skulum byrja á morgun. :-))
Guðbjartur (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 02:05
Já Guðbjartur. Það er aldrei of seint að byrja, þannig að ég bíð bara nokkra daga í viðbót.
Péturg (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 10:46
Voðaleg leti er þetta strákar. Ég vildi að ég gæti farið í ræktina. ég hef orðið fyrir hnjaski þannig að ég verð að bíða. Er hálf ómulegur að komast ekki. SVONA NÚ. Drífið ykkur af stað. Það er ekki verra en að vera velta sér svona upp úr þessu.
Haukur (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 14:39
Hæ hvernig stendur á því að þú ert alltaf svona stressaður.Takktu lífinu vel og njóttu þess að vera til.Nennirðu að sækja mig á æfingu?
Fanney Lind (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 13:44
Hæ hvernig stendur á því að þú ert alltaf svona stressaður.Takktu lífinu vel og njóttu þess að vera til.Nennirðu að sækja mig á æfingu?
Fanney Lind (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 13:44
úpps sendi óvart tvisvar
Fanney Lind (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.