Blessað bloggið
28.2.2008 | 08:38
Komið þið sæl.
Veturinn er, erfiður mér, svo andskoti fótkaldur stundum.
Já, ekki er nú laust við að veturinn fari smá í tauaarnar á mér. Og af hverju býrðu þá á Íslandi, góurinn? Það er spurning.
Mig langar aðeins að tala um blessað bloggið. Heyrði aðeins um kærumál í bloggsamfélaginu í gær. Ég fór að hugsa um það hvernig margir nota þennan miðil. Sumir skrifa ekki undir nafni og eru að hrauna yfir mann og annann....Aðrir skrifa undir nafni en hrauna líka yfir mann og annann. Það er auðvitað skárra en samt hef ég helst ekki viljað vera með persónulegar yfirlýsingar á einhvern. Mig langar til dæmis að skrifa núna um ákveðinn mann sem er áberandi í Þjóðfélaginu en sleppi því. Ef ég ætla að skrifa eitthvað um einhvern, og þá aðallega eitthvað slæmt, þá myndi ég vilja láta viðkomandi vita, því hann á rétt á að svara fyrir sig.
Annars hef ég verið hálf vængbrotinn þessa vikuna. Hulda verið í London að skoða málaskóla. En hún kemur í kvöld og ætla ég suður til að taka á móti henni og við fljúgum saman heim í fyrramálið. Fer suður í hádeginu í dag. Á smá erindi sem ég segi ykkur frá síðar en líka aðeins að skipta um umhverfi. Held að ég sé að grotna niður hérna
Jæja, verð að fara að gera eitthvað í vinnunni....þessu vinna slítur algjörlega daginn í sundur
Athugasemdir
Alltaf kaffi á brúsanum í Kópavoginum Pétur minn.
Vertu velkominn í Sunnlenska Vetrartíð, sem líklega er sú leiðinlegasta frá því mælingar hófust.
Er enn í símaskránni :/
Kjartan Pálmarsson, 28.2.2008 kl. 09:11
Sæll Pétur,
Já, veturinn er ekki skemmtilegur. Hann hefur líka verið leiðinlegur í Chicago. Eða sá versti síðan við fluttum þangað. En þrátt fyrir að það sé vetrartíð þar hlakkar mér mjög mikið að komast heim. Það má hugga sig við það að það er bara rúmur mánuður eftir af því versta. Svo verður þetta bara distant memory.
Hva er ekki gott að vera laus við kerlinguna í smá tíma? Bara smá grín frá mér.
Já þetta með bloggið. Það má ekkert. Ég læt mest allt flakka um mig og leit það duga, allavega ef ég man rétt.
Bestu kveðjur frá Klútalandinu.
Haukur (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 13:24
Sorry Pétur!
Sæll Haukur! Hvað hét aftur Jólalagið sem Svala Björgvins söng þarna um árið???
Djók
Bestu Kveðjur til þín í Klútalandinu, beint úr snjónum í Kópavogi
Kjartan Pálmarsson, 28.2.2008 kl. 13:45
Sælir báðir tveir og takk fyrir að vera svona duglegir að kommenta.
Kjartan: Ég er núna í Grafarvoginum en var í Kópavoginum rétt áðan. Sá ekki Gunnar Birgis en það var bara fínt að vera í Kópavogi....... Ég kíki í kaffi aftur síðar, þakka þér gott boð.
Já Haukur, auðvitað ætti að vera gott að vera laus við kellinuna en þetta snýst nú um það að við erum lítið vön að vera aðskilinn.
En það er gaman að því að hafa íslensku-löggu hérna á blogginu. Ætli Svala Björgvins hafi ekki sungið "Ég hlakka svo til" hérna um árið.
Pétur Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 16:54
Kvitt, kvitt. Gaman að finna þig aftur, Pétur. Þarf ekki lengur að vafra um netheima og spyrja "Hvar ertu nú?". Nú er það bara hó, hó, hey, hey af gleði :-) Skil ekkert í þér að svara ekki spurningunni hjá Kristínu á hjolaferd um Eurovision textana...ef ekki við, hver þá? Bestu kveðjur til Huldu, vona að hún hafi skemmt sér vel í London.
Rannveig (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:53
Blessaður Kjartan,
Ég verð nú að segja að ég man ekki eftir þessu. Ég hef sennilega klúðra einhverju. Eða spilaði ég það mjög oft? Það er svona að vera orðinn gamall og klikkaður, já og gleyminn.
Bestu kveðjur í Kópavoginn frá flugvellinum í klútalandinu.
Haukur (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:25
Sælir!
Já þetta með Jólalag Svölu þá man ég það að við kynntum þetta lag fja... oft sem Íslensku-kennslu-lagið: Mér nei mig nei nei! Ég hlakka svo til.
Svo gef ég frá mér starfið ,,ÍSLENSKU LÖGGA'' hehe
Pétur bestu kveðjur til Londons fararannss og þíns.
Líka til þérs Hauks
Kjartan Pálmarsson, 29.2.2008 kl. 08:55
Iss, og fær svo gömul samstarfskona úr útvarpsbransanum engar kveðjur??? Hvurslags er þetta. Og það ég sem spilaði oftast af öllum hið geysivinsæla lag Ég vil ganga minn veg?? Haukur, Kjartan og Pétur, ég er sorry, svekkt og sár
Rannveig (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 09:29
Frú Karlsdóttir!!!! Sorry Sorry Sorry var ekki viss um hvort þetta væri rétta Rannveigan, Enn hugsaði það samt hvort þetta væri virkilega þú. Sorry aftur.
,, Hvers leita ég'' var hins vegar skemmtilegra, ekki satt?
Bestu kveðjur til þín, Rannveig Karlsdóttir !!!
Kjartan Pálmarsson, 29.2.2008 kl. 10:59
Takk, takk, deginum bjargað
Rannveig (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:14
Var alveg búin að gleyma Hvers leita ég? Gúglaði það og hvarf aftur um ein tuttugu ár
Rannveig (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:20
.......Er hún þarna enn og hugsar sama og ég.....á hún til eitt tér,eftir handa mér........
Kjartan Pálmarsson, 29.2.2008 kl. 11:27
........Eða er það gleymt, allt sem áður var.
Senn kemur vor......
Einn alveg að missa sig hérna :/
Kjartan Pálmarsson, 29.2.2008 kl. 11:34
Jæja, það er bara Hljóðbylgju-reunion. Spurning að maður hringi í Pálma
Annars starfa ég hérna daglega með gömlum Hljóðbylgjujálki, honum Ómari.
En satt að segja var ég búinn að gleyma bæði Hvers leita ég og Þú vilt ganga þinn veg. Því síðarnefnda vil ég þó helst gleyma fyrir fullt og allt.
En fyrst við erum nú komin í svona nostalgiu um Hljóðbylgjuna, þá verð ég að spyrja þig Kjartan; "Hvernig gengur nú rukkeríið"?
Takk fyrir að kommenta. Ógesslega gaman að heyra frá ykkur
Pétur Guðjónsson, 29.2.2008 kl. 16:46
Öllu mannst þú nú eftir ;) Bara svolítið soft :/
Kjartan Pálmarsson, 29.2.2008 kl. 23:20
Hey já! Skilaðu kveðju til Mr Pétursson G Ómar
Kjartan Pálmarsson, 29.2.2008 kl. 23:22
Hehe. sKila því
Pétur Guðjónsson, 1.3.2008 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.