Hopsa bomm
17.10.2006 | 12:32
Halló!
Maður hættir líklega aldrei að koma sjálfum sér á óvart.
Þegar ég var sex ára gafst ég upp á skíðaíþróttinni. Pabbi lagði sig mikið fram við að kenna mér á skíði. Í minningunni fór hann margar ferðir í Hlíðarfjall með strák-ræfilinn til þess að nema þetta göfuga fjallasport. Og það er nú einhvernveginn þannig að sumt liggur fyrir okkur og annað ekki. Það var fljótlega mjög skýrt að Pétur Már Guðjónsson er enginn Ingimar Stenmark.....
En á tréskíðunum djöflaðist ég með fýlusvip. Ég vissi að þetta væru ekki mínar tvíbökur. Til marks um árangurinn held ég að þessi skíði hafi verið seld sem ónotuð eftir þennan vetur. Ástæðan: Skíðin stóðu meira upp í loft en niður. Sennilega hefði þurft að standa; notið niður við jörð.... Til þess að toppa þetta náði ljósmyndari Vikunnar mynd af stráknum, alveg á haus í einni brekkunni með þessum texta:"Æfingin skapar meistarann" Ég fór í fýlu og sagðist aldrei ætla að stíga á skíði aftur.
Núna sit ég við gluggann minn í vinnunni og horfi upp í Hlíðarfjall. Það er hvítt.
Síðustu tvö vetur hef ég unnið í Hlíðarfjalli, fyrst þótti mér það ekkert sérlega skemmtilegt en fínt í fyrra. Og núna horfi ég með söknuði þangað og langar upp í fjall. Ekki á skíði heldur eru frönsku karföflurnar þar, þær bestu í heimi
Athugasemdir
Ég man eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær. Sjálfur hef ég ekki farið á skíði í mörg ár og saknað þess mikið. Við fórum í bókabúð um helgina og ég keypti blað sem heitir SKI. Ég hef verið að glugga í það og láta mig dreyma. það skal verða á þessu ári sem ég fer aftur á skíði, og það oftar en einu sinni.
Haukur Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 13:01
Gott að vita af þessu með þær frönsku. Það er nefninlega huggulegt útsýni þarna og ég fer stundum aðeins til að njóta þess. Nú get ég líka fengið mér franskar!!!
Áfram með svona blogg.
Kveðja, BS
BS (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 22:03
hahhahahha ... skondið
Heiðan
Heiðan (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 22:45
Skíðaiðkun er ekki öllum til lista lagt. ég var nú svolítið lengi að komast upp á lagið með þetta þegar ég var 7 ára en það hafðist með þrjósku foreldranna og annara ættingja:)
Mig langar geðveikt á skíði en ætli ég verði ekki að láta franskarnar í fjallinu duga í bili;) langt síðan ég hef smakkað þær...ég vann þarna einu sinni einhverja páskana og þá man ég að einhvern þynnkumorgun þá voru þær algjört töframeðal:Dhehe
inga björk (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 09:07
Nú er ég búin að fatta þetta!!! Það er auðvitað ekkert varið í þessar frönskur nema maður sé aðframkominn, kaldur og svekktur tilraunaskíðamaður. Allt vont er gott við þær aðstæður. Ég missi áhugann hér með.
BS (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 20:58
Nei,nei,nei,nei mín kæra BS!!
Þetta er alrangt hjá þér. Það þarf ekki nema fjallaloftið til þess að njóta þess að borða djúpsteiktu jarðeplin.
Péturg (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.