Spéhræðsla
19.10.2006 | 11:01
Það var talsvert kommentað á síðustu færslu mína. Takk fyrir það.
Og ég var hvattur til þess að fara meira út í þessa sálma á blogginu. Og þá velti ég því fyrir mér, hvort það að gera grín af sjálfum sér þyki almennt fyndið og skemmtilegt?
Þegar ég var lítill, þótti mér ákaflega vont að láta gera grín af mér. Ef einhver kom með meinlega athugasemd varð ég fúll. Og ef ég gerði mistök var ég ekki að bera þau á torg heldur hélt þeim fyrir mig.
Svo verður maður eldri og þroskast. Þá sér maður að þegar talað er um spéhræðslu tengist ekki bara nekt heldur hræðsla við að láta hlægja að sér. Enn í dag kemur fyrir að ég verð fúll ef einhver gerir grín að mér en sem betur fer get ég séð húmorinn í mistökum mínum, oftast.
Eitt af því sem hefur hjálpað mér að takast á við þetta er leiklistarnámskeið sem ég sótti sl.vetur. Þar var m.a. kennd trúðatækni sem byggist upp á því að vera svolítið háfvitalegur og láta hlægja að sér. Þetta er nefninlega kúnst því við tökum okkur allt of alvarlega.
Og nú gæti ég farið að segja ýmsar skemmtisögur af sjálfum mér, til dæmis hvað ratvísi mína varðar. Þegar ég villtist í Reykjavík, eða þegar ég villtist í Vestmannaeyjum nú eða þegar ég var með þrjá vistmenn á sambýli í bílnum hjá mér og var fastur á Akranesi. Ég fann ekki leiðina út úr bænum Ég er alveg hrikalega óratvís.
Maður er manns gaman. Að geta ekki séð húmorinn í sjálfum sér er hrikalega dapurlegt. Stundum er það samt þannig.
Næst þegar við klúðrum einhverjum hrikalega, þá skulum við reyna að brosa og hafa gaman af því
Athugasemdir
Sæll Pétur. Ég er svona eins og þú alveg hryllilega óratvís, enda steinhætt að segja orð þegar Rúnar segir að það sé þessi átt sem við eigum að fara í (þetta á samt aðalega við um staði erlendis). Við höfum líka lent í því að rata ekki út úr Akranesi, kannski þetta sé þeirra leið til að fjölga íbúum í bænum ;p
laufey (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 15:10
Já Laufey, það gæti verið að Skagamenn noti þess leið. Ekki síst í ljósi þess að Akranes er,að mínu mati,einn leiðinlegasti bær sem ég hef komið í.
En við erum heppin, ég og þú, að hafa fundið okkur sveitavarga sem allt rata. Við látum þau bara um þetta :)
Péturg (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 16:05
Ef ég væri eins og þið þá væri ég sennilga týndur einhverstaðar í Afríku. Það væri ekki beint skemmtilegasti staðurinn til að vera týndur. Annars var New York fyrsta borgin sem ég fór til erlendis. Eða það er fyrir hendi að ég hefði týnst í Keflavík og aldrei farið neitt, ekki væri það nú gott.
Það er gaman þegar fólk getur gert grín af sér. Svo lengi sem það fer ekki út í öfgar og maður missir allt sjálfstraust.
Haukur (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 17:17
Já ratvísi. Ég ekkert of mikið magn af eðlislægri ratvísi en ég hef náð að þróa hana með þjálfun:) felst í starfinu og áhugamálinu! En Akranes er mjög leiðinlegur bær. Þurfti að sækja þjónustu þar þegar ég bjó í borgarfirði og ég verð að segja að mér finnst bærinn sérlega óaðlandi og það er alls ekki auðvelt að rata þar...
ingabjörk (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.