Mánudagur
23.10.2006 | 09:10
Halló.
Þá er helgin búin og kominn mánudagur. Þetta var hálf skrítin helgi en hún var fín. Við súperhjón tókum til í geymslunni OG háaloftinu. Þvílik aðgerð, maður lifandi. Það fóru þrír fullir fólksbílar af rusli upp á gáma. Svo á laugardagskvöldið var ég að spila á heilmiklu grímuballi.
Vetur konungur er kominn og líklega til að vera. Það var hálka í morgun sem segir manni að það sé tími kominn á naglana. Miðað við spána er ekki eftir neinu að bíða. Svo er aftur allt annað mál hvort hún stenst hjá þessum andskotum. Kemur í ljós.
Um næstu helgi verður Írafár hjá mér. Hulda ætlar að bjóða mér til Dublin-þessi elska. Ferðaskrifstofustaffið er sem sagt að fara. Við förum í beinu flugi frá Akureyri kl.09:00 á föstudagsmorgun og komun á mánudagskvöld. Hef aldrei komið til Írlands og hlakka nú bara til. Það verður líklega allavega einn Guiness og viskí í krukku.
En, aftur að alvörunni. Það er mánudagur, mikið að gera í vinnunni og ekki tími til að blogga meira í bili. Hafið það sem allra best.
Athugasemdir
Sæll Pétur. Það er aldrei að marka þessa andskota. Upp á síðkastið þegar á að vera þokkalgt eða gott haust veður þá rignir og er drullu kalt.
Það er nú meira flakkið alltaf á ykkur.
Ég hef þvælst um Írland. Írar eru skemmtilegt fólk. við reyndar keyrðu bara rétt um í Dublin. Við vorum í minni bæ sem er rétt fyrir utan Dublin. Þar var gott að vera eins og alls staðar annarsstaðar á Írlandi.
Haukur Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.