Sérlundaður furðufugl

"Þú varst sérlundaður furðufugl- og þú sast á stakri grein...."

Þessi orð eru frá meistara Megas.  Þessi setning kom upp í huga minn í morgun þegar ég fór á fætur.  Ég fór á fætur fyrir sjö í morgun, fór í sturtu, brasaði aðeins, setti í þvottavél og þ.h.  Settist svo við eldhúsborðið með kaffibollann og hlusaði á tifið í klukkunni. Aleinn því aðrir heimilismeðlimir voru ekki vaknaðir.  Og þá hugsaði ég með mér, morgunstund gefur gull í mund.  Ég fór snemma að sofa í gærkvöldi og var í hinum mestu rólegheitum. Kveikti aldrei á sjónvarpi sem var dásamlegt. Krakkarnir úti og Hulda á æfingu með gólfélugum. 

Í bókinni sem ég vitna mikið í; Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn, er mikið talað um mikilvægi þess að vakna snemma. Taka daginn snemma, byrja hann vel. Fyrstu tíu mínútur dagsins geta sagt mikið um hvernig dagurinn verður.  Þetta er ég alltaf að sjá betur og betur.  Ég sé líka betur og betur að eftir því sem sól lækkar á lofti, því hressari verð ég.....furðulegt.

En það snjóar á Akureyri í dag. Það er jólalegt.  Enda fer alveg dásamlegur tími að fara í hönd. Og gott fólk, nú ætlum við Hulda að vera tímanlega að öllu...

Sénsinn!!!!Óákveðinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er naumast að þú sért hress í dag. Þetta er greinilega mjögnuð bók sem þú ert að vísa í. Ég verð að fá hana lánaða hjá þér.
Og talandi um að gera hlutina í tíma þá get ég sagt þér að ég er ekki ennþá farinn að skreyta fyrir síðustu jól og er því orðinn ári á eftir hvað það varðar. Ég held þú toppir mig varla þar. Nema vera skyldi að þú frestir því að fara tjaldvagninn í vetrargeymslu fram á næsta haust. :-)
kveðja úr borginni stóru

Guðbjartur (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 11:40

2 identicon

Það er allt gott í hófi. Ég hlusta á tifið í klukkunni á hverjum morgni. Ég var hættur að taka eftir þessu þangað til þú minntist á þetta.
Ég er byrjaður að versla jólagjafir. það er best að vera búinn að því áður en allar búðir eru fullar. Það eru hinsvegar jólakortin sem ég á erfitt með að koma í verk að skrifa.
Kuldinn og skamdegið er ekki fyrir mig.

Haukur (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 13:53

3 identicon

Sæll Pétur, já það er mjög gott að vakna snemma á morgnana og stússast í heimilisstörfum í rólegheitum áður en maður fer að takast á við daginn. Það er svo sannarlega jólalegt hjá okkur núna og ég er búin að kaupa allar jólagjafir nema eina, allt verslað í Bandaríkunum. Ef að jólagjafakaup eru búin þá finnst mér ég vera búin að öllu :-) Ef ég sé þig ekki áður en þú verð í fyllirísferðina til Dublin segi ég bara góða verð og skemmtunn.:p

laufey (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 14:10

4 identicon

Sæll Pétur.
Ég sé að ég féll á íslenskuprófinu í morgun. Ég hef skrifað sért í staðinn fyrir ert og svo vantar orðið "með" fyrir framan tjaldvagninn. Afsökunin er að ég fór of seint á fætur í morgun og var ekki búinn að fá kaffi :-)
kveðja úr borginni stóru,
Guðbjartur

Guðbjartur (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband