Til hamingju!!
26.10.2006 | 12:27
Sælt veri fólkið og takk fyrir kommentin.
Það er kominn 26.október. Í dag eiga pabbi minn og Svavar bróðir minn afmæli. Annar er eldri en hinn. Þið verðið að giska hvor. Innilega til hamingju með afmælin báðir tveir og njótið dagsins.
Það var svo fyrir sléttu ári síðan sem kisinn okkar kom inn á heimilið. Hann átti að vera læða og heita Jasmín en svo kom í ljós að þetta var högni og fékk nafnið Zorro. Við köllum hann reyndar nánast aldrei því nafni heldur bara Kisi. Hann hlýðir því nafni. Þetta var nú samt ekki beint góð afmælisgjöf handa honum föður mínum í fyrra, að vera koma með kattaróféti inn á heimilið. Það skemmtilega er að þeir eru bara ágætis vinir í dag
Á morgun förum við til Dublin. Við drekkum Jameson, við drekkum Jameson.......
Bæó.
Athugasemdir
sæll Bróðir og takk fyrir afmæliskveðjuna,hvernig er með þessa fjölskyldu þína hún má bara ekkert vera að því að vera á íslandi hehe hafið það gott út löndum,ég hef nú trú á því að hægri höndin eigji eftir að lyftast oft upp í ferðini.þú hlítur að fara verða svolítið massaður á hægri hönd,min er allavega örðin ansi rír hehe það sem eg kann þetta ekki leingur hvorki að fara erlendis eða lifta hægri hönd. ég kann að segja skál enn þá.hafið það gott.kv.svavar þór
Svavar þór ´Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 13:22
ég vildi bara skrifa til að sína að ég kíki á bloggið þitt;)
Fanney Lind (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 17:19
Sæll Pétur. Það er til auðveld lausn af vandamálinu sem Svavar er að búa til. Panta tvo í einu og drekka til skiptist úr glösunum, bauknum eða flöskum. Einföld lausn og á eftir verður þú með svaka tvívöðva, bæði á hægri og vinstri. Bestu ferðakveðjur og góða skemmtun.
Haukur Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 19:34
jæja er maður svona þreittur eftir ferðina þú ert hættur að hringja í mann og blogga líka.iss
svavar þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.