..hvar ertu nú....?

Komið þið sæl og blessuð kæru vinir og allir aðrir í bloggheiminum.

Nú er apríl genginn í garð.  Ég hef ekki bloggið síðan 19. mars. Það er skemmst frá því að segja að ýmislegt hefur drifið á daga mína síðan þá.

Þetta helst:

Páskar gengu í garð, skírdagur afslöppun en svo kom föstudagurinn langi. Þá fór ég, ásamt Huldu og Ómari bróður hennar í píslagöngu í Mývatnssveitinni.  Einu sinni var sungið"Mývatnssveitin er æði" Ætli maður syngi ekki núna"Mývatnssveitin er (brjál)æði"....... Já, við gengum af göflunum; hringinn um vatnið eða 36 km. Það tók 9 stundir.  Þegar ég kom heim, gat ég varla staðið í fætur og skalf af ofreynslu.  Laugardagur fór svo í ballstand hjá N3 og páskadagur var afslöppun.

Þegar páskar höfðu lokið sér af var ég orðinn lasinn. Lá heima, vorkenndi sjálfum mér en þegar leið á vikuna, þá var komið að fermingarundirbúningi. Föstudagur, þá var ég búinn að taka mér frí og druslaðist af stað.  

Laugardagur 29. mars gekk í garð og það var komið að þessu; fermingardagur Fanneyjar. Allt gekk vel og yndislegur dagur.

Sunnudagur, var orðinn veikur aftur, sleginn niður. Er það enn Frown en á batavegi. Hef ekki orðið svona veikur í áraraðir og hef núna legið bráðum í hálfan mánuð og vorkennt sjálfum mér.

En sjúkdóma-og nefrennslissögur eru ekki skemmtilegar......nóg um það.

Framundan er vorið góða, þ.e.a.s. ef veðurguðurnir ætla að sleppa takinu á vetrinum.  Þá dettur mér í hug þessi vísa, sem vísar í vorið og ástandið í þjóðfélaginu, þar sem allt er að fara til fjandans......

Vorið góða grænt og hlýtt,

græðir fjör um dalinn.

Allt er komið á kók og spítt,

kýrnar jafnt sem smalinn. 

(Tekið úr leikritinu Erling)

En það er ýmislegt spennandi framundan hjá mér, svona þegar ég næ að standa á fætur en það verður nú fjótlega.

góðar stundir....... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt, kvitt.

Mér er sagt að það sé áfall að ferma fyrsta barnið en enn meira að ferma það síðasta?!?!?! Þá sé maður sko orðinn FULLORÐINN. Bestu kveðjur til ykkar allra og góðan bata, kv. RK

Rannveig (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 11:18

2 identicon

Sæll Pétur.

Það er gaman að fá blog frá þér. Var kominn tími á fréttir.

Það er svona með þessi veikindi. það er svo að það er oft eitt og annað í gangi og ekki tími til að vera veikur. Það er víst lítið sem maður getur gert í því annað en að taka þann tíma sem tekur að batna.

Annars er allt þokkalegt að frétta hjá mér. Það stendur til að blogga fljótlega. Það styttist í það að ég sé búinn að vinna heila viku. Ég reikna með að fara heim 11 apríl. allavega eins og staðan er í dag.

Bestu kveðjur frá Riyadh.

haukur (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Hmmm, takk fyrir komment.

Rannveig, þetta heitir að strá salti í sárin. Það er svona að eiga svona gamla konu sem er fædd sextíu-og eitthvað. Það er annað en ég, fæddur sjötíu-og eitthvað.  Ég áttaði mig t.d.á því að þegar Birkir verður 37, eins og ég er núna, þá verð ég 55 ára unglingur

Haukur, já það setur allt úr skorðum að lifa pestalífi.  Ég tala ekki um annað en pestir þessa dagana. Fer að verða kallaður Pétur mæða

Ég bíð spenntur eftir bloggi. 

Pétur Guðjónsson, 5.4.2008 kl. 19:52

4 identicon

BATAkveðjur úr samtúni...

p.s. misstir af svakaveislu á laugardaginn;)

Inga Björk (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 21:20

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Upgrade your email with 1000's of emoticon icons Já nú fer að vora.

Til hamingju með fermingarbarnið.

Kveðja úr Kópavoginum Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 7.4.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband