Nóvember

Halló halló

Nei Svavar, ég er nú ekki alveg svo þreyttur að ég sé hættur að blogga. En það var vel tekið á því í ferðinni, alveg ljómandi góð ferð. 

Við fórum út á föstudagsmorguninn og komum heim á mánudagskvöldið. Fórum í beina fluginu frá Akureyri sem er bara algjör snilld.  Írar eru nú skemmtilegt fólk sem gaman er að sækja heim.  Þó fer Dublin ekki í flokk uppáhalds-borga hjá mér en ferðin var mjög góð.  Við fórum m.a. á Írska krá með lifandi tónlist að hætti heimamanna. Það er óskaplega mikil gleði á skemmtistöðum þeirra og mun minna um læti, slagsmál og vesen en á Íslandi. Spurning hvort Friðrik Ómar félagi minn ætti að flytjast til Írlands og skemmta þar, svo hann þurfi ekki að vera bæði söngvari og útkastari(sjá Fréttablaðið í dag).  Svo fórum við á krá í miðbænum sem var upphaflega kirkja.  Ég fór sem sagt til altaris og dreypti af sannkölluðum guðaveigum þegar ég sat í stól þar sem altarið var áður staðsett.  Skál fyrir því og allir í stuði með Guði:)

Þessa dagana er líf og fjör í vinnunni minni.  Dagskráin er stór og mikil þessa dagana og fer stækkandi. Því má búast við ansi miklum önnum hjá mér sem er í sjálfu sér jákvætt.  Því þó ég sé stundum að springa úr stressi, þá finnst mér ég vita hvað ég er að gera, sem er mjög gott.  Og talandi um vinnuna mína. Ég hef ekki talað mikið um hana hér á blogginu. Taldi mig hafa fyllt kvótann í því í fyrra. En það er skemmst frá því að segja að ég er á réttri hillu og þó enginn viti sína ævi fyrr en öll er, þá gæti ég bara hreinlega ílengst hérna, ja svei mér þá :)

En í dag er kallt á Akureyri og það er kominn nóvember. Það er stutt í að mannlífið einkennist af jólaundirbúningi.  Heima hjá mér er mikið tilstand fyrir jólin, eins og ég hef áður sagt. Og eins og mörg ykkar vita, þá reynum við að gera eitthvað nýtt og spennandi í kringum jólakortin frá okkur.  Í fyrra fyrir jólin klippti ég saman myndband sem ég sendi til foreldra okkar Huldu í jólagjöf. Það var mjög mikil vinna en eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Ekki síst vegna þess að ég fékk mjög mikið þakklæti fyrir. 

Jæja, verð að fara að gera eitthvað.

Yfir og út....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra af ferðinni.  Ég get rétt ímyndað mér að hasarinn sé að byrja hjá þér í vinnunni fyrir jólin. það er gott að það sé engin lognmolla. Ég er orðinn ansi þreyttur á þessu hangsi og að það sé hreinlega ekkert að gerast í lífinu.

Haukur (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 15:18

2 identicon

Sæll Pétur, greinilega verið snilldarferð hjá ykkurCool  Rosalega er stutt í jólin og sörubakstur á næsta leyti gaman gaman. Ég þarf að vakna hálf fimm í fyrramálið , Köbenvélin fer í loftið hálf sjö Yell  svo ég verð sofnuð klukkan átta annað kvöld Innocent  Bara að prófa broskallanaLaughing  Bestu kveðjur

laufey (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband