Svindl
1.5.2008 | 14:27
Hæ.
Ég er sko á lífi þó að þið séuð eflaust farin að halda annað. Hef ekki bloggað í marga daga, því það hefur verið svo...... segi ekki meir. Eins og ég hef sagt áður þá hlýtur "bissy" staglið að vera orðið þreytt.
Við höfum átt góða daga, vorum í London um síðustu helgi. Fórum með beinu flugi á miðvikudag og komum á sunnudag. London er frábær borg.
Undanfarna daga hef ég verið í smá sálarkreppu....ákvörðunarkreppu Því miður get ég ekki uppljóstrað þessu á blogginu...þið verðið bara að hringja.
En nú hef ég tekið ákvörðun og líður vel með það Skrítið hvað þetta getur tekið á mann.
Í dag er 1. maí og líka uppstigningardagur. Svindl Mér finnst að ég ætti að vera í fríi á morgun líka því þarna renna tveir dagar í einn. En svona er þetta....maður fær ekki allt.
Takk fyrir að kommenta allir....Haukur er nú alveg í sérflokki hvað það varðar. En líka gaman að heyra í fólki sem ég hitti sjaldan, eins og td.Þráni Brjáns. "Er ekki verið að gefa eitthvað" kommentið hans í síðustu færslu er einkahúmor síðan við vorum á Frostrásinni í den.
Hafið það nú gott. Munið að dagurinn í dag, þessi klukkustund, mínúta og sekúnda koma aldrei aftur.
Njotið lífsins elskurnar
Athugasemdir
,,ER EKKI VERIÐ AÐ GEFA NEITT'' hahahahhahahah
..bó ..bó gefðu okkur gúmmískó átti bara gullmola.
Já og meðan ég man rukkerríið gengur.
Annars bara þona nokkuð þoft kveðjur Norður
Kjartan Pálmarsson, 2.5.2008 kl. 00:36
Já, Kjartan...þetta var skemmtilegt. Þetta þurfti alltaf að vera þoft!
Er ekki annars alltaf jafn gott að búa í Kópavogi?
Pétur Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 14:08
tókst rétta ákvörðun gamli minn en ekki hvað stundum ertu í réttum gír plöggum etta
dabbi run (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.