Vertu gætinn hvers þú óskar þér

Á 35 ára æfi minni hef ég fengið heillaráð frá ansi mörgum. Og þau tolla misjafnlega mikið í kollinum á mér.  Eitt heilræðið hef ég haft að leiðarljósi í ansi mörg ár.  Það er: "Vertu gætinn hvers þú óskar þér". Óskir manna geta ræst en þær geta kostað mann eitthvað sem maður vill alls ekki láta af hendi.  Til dæmi gæti einhver óskað sér að verða ríkur en misst æruna. Það er ekki gott.

Hér kemur lítil saga sem sannar þetta:

Hjón á sjötugsaldri sátu á rómantísku og kyrrlátu veitingahúsi og voru að fagna 35 ára brúðkaupsafmæli sínu.  Skyndilega birtist töfradís Halovið borðið þeirra og mælti: “Þar sem þið hafið verið svo samrýnd, sæt og góð hjón í öll þessi ár, langar mig að veita hvoru ykkar eina ósk. Hjónin urðu himinlifandi og konan varð fyrri til og sagði: “Ég vil ferðast um heiminn með mínum yndislega manni.” Og það var ekki að sökum að spyrja, töfradísin sveiflaði sprotanum; Púff! Tveir miðar á Queen Mary birtust í hönd hennar. Nú gætu þau farið í heimssiglinguna.

Eiginmaðurinn hugsaði sig um en sagði svo: “Þetta er auðvitað ofsalega rómantískt en svona tækifæri fær maður bara einu sinni.W00t Fyrirgefðu elskan mín en ég vil óska mér að konan mín verði 30 árum yngri en ég.”InLove

Bæði konan og töfradísin urðu fyrir sárum vonbrigðumFrown. En ósk er ósk.

Og á einu augabragði, varð maðurinn 92 ára Crying

Lærdómur sögunnar:   Vanþakklátir menn ættu að muna að töfradís er jú kvenkyns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

 Góður 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.11.2006 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband