Þetta er nú bara skemmtilegt :)

Það er nú meira hvað þið eruð hund-anskoti löt að kommenta á síðuna. Það eru systkini mín, Haukur, Laufey og Guðbjartur sem halda þessu uppi.  En þó viðurkenni ég að ég hef ekki verið mjög duglegur að undanförnu og kannski bara ekki nógu skemmtilegurBlush

En ég verð nú aðeins að tala um vinnuna mína. Þegar ég byrjaði hérna vissi ég að Dagskráin væri mikið bákn. Blaðið er alltaf að stækka, er núna 144 síður og í 39 ára sögu þess hefur hún aðeins farið einu sinni áður í svo margar síður.  Þetta þykir bara merkilegt í ljósi sögunnar(sjá:asprent.is)  En það er sannarlega gaman þegar vel gengur.

Það er því ágætt að ég hef tekið mér smá frí frá spilamennskunni. Þurfti að hvíla mig aðeins á þessu þó ég hafi sko ekkert efni á því. En var kominn með algjöra velgju fyrir þessu næturbrölti. Þó ætla ég að fara aftur af stað í nóvember en það er dásamlegra en orð fá líst, að vera í fríi um helgar.

Vonandi hafa bloggfærslurnar að undanförnu ekki verið of háfleygar. Að sjálfsögðu var þetta hroki og kaldhæðni, þetta með grænu konurnar. Mér finnst þetta svona í alvöru talað algjört bull. 

En látið nú í ykkur heyra elskurnar mínar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Pétur. Ég er nú búin að sitja hálf sofandi hérna í vinnunni síðustu tvo daga en er loksins að vakna. Ég er ansi lengi að ná mér eftir svona skrall eins og var í Köben um helgina (elli?) og ég tala nú ekki um fjörið á flugvellinum í nítján tíma;) Við Rúnar vorum ekkert í því að versla en fórum einn daginn í Fields með fólkinu, annars var bara djammað...

laufey (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 16:01

2 identicon

Sæll Pétur og takk fyrir síðast

Ég hef verið svo upptekinn í ræktinni síðan ég kom suður að öll orkan hefur farið í púlið.

Það er stórhættulegt að koma norður, kílóin þyrpast á mann þar. Það hlýtur að vera eitthvað í loftinu þar sem veldur þessu.

Guðbjartur (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 16:02

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er "bara" gestur... kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.11.2006 kl. 16:11

4 identicon

Sæll Pétur. það er gaman að heyra að það gangi vel í vinnunni. Það er skiljanlegt að þú viljir vera í fríi um helgar. Það er ekki spennandi að vinna alla daga.

Haukur (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 21:15

5 identicon

Vá þú hefur verið duglegur að blogga undanfarið, hef ekki haft í við þig að lesa. gaman að því.

Inga Björk (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 13:15

6 identicon

Sko.. það er ekki til siðs að skamma mann fyrir það sem maður gerir ekki  þ.e. að kommenta ekki! hehehe

En ok. ég skil þig alveg... það er nú sennilega skemmtilegra að hafa einhverja hugmynd um það hver er að lesa skrifin mans

Um grænu konurnar ætla ég ekki að tjá mig.. hehehe  Held þú vitir hvað mér finnst um það allt saman..

Gott að það gengur vel í vinnunni! Það gerir það líka hér....  

Kv. Erla

Erla (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 13:48

7 identicon

Það er nú ekki skrýtið að dagskráin sé svona stór þar sem ég hef heyrt að þú sért að selja auglýsingarnar á 500 kall og gera skiptidíla við Herbalife dreifingaraðila hér og þar út í bæ. Í KJÓLINN FYRIR JÓLINN.

Freðmóður (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband