Fannfergi hugans

Sælt veri fólkið.

Það er nú meira hvað tíminn líður þessa dagana. Hef sagt þetta áður, já ég veit það. Blush 

Við búum á Íslandi. Þar snjóar.  Þetta er staðreynd sem ég vissi alveg af en furðulegt nokk, alltaf kemur það mér jafn mikið á óvart þegar ég fer að glíma við þessi hvítu ósköp sem falla af himni.  Í gærmorgun barðist ég í hálftíma við snjóinn. Alveg steinhissa á því að fólksbíllinn minn væri fastur í snjó upp á eyrum. Því verður ekki leynt að ég var drullufúll yfir þessu öllu saman og þetta fór viðsbjóðslega í taugarnar á mérAngry

Annars er allt ágætt af fjölskyldunni að frétta.  Þó er það með þetta blessaða líf, það skiptast á skin og skúrir. Það er allavega súld hjá sumum okkar núna en það lagast. 

Jæja, var að mæta í vinnuna og er að fara í sjúkraþjálfun. Hef verið í því síðan í september en fer að verða útskrifaður.

Heyrumst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband