Hvað á barnið að heita?

Það skiptir okkur máli hvaða nafn við berum eða það hlýtur að vera.  Flest börn ganga í gegnum það að vilja heita eitthvað annað á vissu aldurrskeiði.

Þegar foreldrar finna nafn á börnin sín, vilja flestir vanda sig og finna falleg og góð nöfn. En það er auðvitað smekksatriði. 

Ég las í Fréttablaðinu í gær, grein um nöfn sem mannanafnanefnd hefur bæði samþykkt og hafnað.  Og Guð minn góður, þarna sér maður að mannanafnanefnd, sem sjálfsagt má gagnrýna að einhverju leiti, er nauðsynleg.  Ég meina, það mætti halda að sumir foreldrar vildu börnum sínum ekkert nema slæmt..  Þó veit ég að sú er ekki raunin, sumir eru bara svo miklir furðufuglar.

Ekki man ég nú nákvæmlega hvaða nöfn þetta voru en meðal þess sem var hafnað var Lúsífer og Satanía ef ég man rétt.  Það sem stóð hins vegar upp úr af þeim nöfnum sem samþykkt voru, var nafnið Öndólfur.  Hvað segið þið þá um Andrés Öndólfur??  

En af öðru:

Í dag er 16. nóvember. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar og dagur íslenskrar tungu.  Íslenskt mál hefur verið mér ofarlega í huga í mörg ár.  Það kemur sennilega til af því að ég byrjaði snemma að vinna í útvarpi.  En ég er ekki að segja að ég tali og skrifi alltaf rétt og ætla engum það. En ég þoli ekki þegar við Íslendingar hugsum ekki einu sinni um þetta.   Eitt af því sem gengur um Ísland eins og vírus er orðfærið; spáðu í þessu eða spáðu í því.  Sennilega er ég sérlundaður furðufugl en þetta er mér mikið kappsmál.  Og ég notfæri mér gjarnan aðstöðu mína til þess að vekja athygli á þessu. Þeir sem sjá Dagskrána eru vitni af því .

Heyrumst, síðar- ef ég snjóa ekki í kaf.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu mér er farið að finnast óþefur að heira orðið  DAGUR  ÍSLENSKRAR  túngu.þá man ég eftir að ég fæ núll í prófinu sem ég gerði í dag.En allavegana þá vildi ég bara kommenta þí þú gerir það stundum hjá mér

Fanney Lind (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 13:28

2 identicon

Sæll Pétur, bara duglegur að blogga þessa daganna . Talandi um nöfn þá var mamma einmitt að rifja upp síðastliðinn laugardag er þú varst skírður. Okkur systkinunum fannst alveg ómögulegt að þú ættir að heita Pétur, en hvaða nöfn við vildum skíra þig man ekki.    Aldrei hef ég verið sátt við seinna nafnið mitt og nota það aldrei, þó svo að beðið sé um fullt nafn (man oft ekki eftir því).

laufey (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 15:07

3 identicon

Sæll og  blessaður. Það er mikill kraftur í þér þessa daganna og það er nýtt blogg í hvert skipti sem ég fer á síðuna, sem er gott mál.  Varðandi færsluna á undan þá get ég sagt þér að það er gaman að lesa bloggið þitt sama um hvað þú talar. Hvort sem það er bara veðrið, vangaveltur eða bara um daginn og veginn.  Það er óneitanlega skemmtilegra að blogga þegar fólk tekur þátt í þessu en ég skil að lesendur sé ekki alltaf í stuði til að svara. Það var líka gaman að fá vísu. Svo eru það nöfnin. Ég skil ekki þegar foreldrar eru að skíra börnin einhverjum fáránlegum nöfnum. Það er nóg um það í þessu landi og það er eins og hollywood stjörnunar keppist um að skýra börnin furðulegustu nöfnum. Ég vona að þið snjóið ekki í kaf. Hérna er alveg autt.

Haukur Snær Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 16:18

4 identicon

Já þetta er mikill höfuðverkur að nefna börnin sín góðum nöfnum. er einmitt að kljást við þann höfuðverk þessa dagana...Við erum komin með stelpunafn en í strákanöfnum erum við alveg lost...

Inga Björk (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 19:22

5 identicon

Já þetta er mikill höfuðverkur að nefna börnin sín góðum nöfnum. er einmitt að kljást við þann höfuðverk þessa dagana...Við erum komin með stelpunafn en í strákanöfnum erum við alveg lost...

Inga Björk (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 19:22

6 identicon

Já þetta er mikill höfuðverkur að nefna börnin sín góðum nöfnum. er einmitt að kljást við þann höfuðverk þessa dagana...Við erum komin með stelpunafn en í strákanöfnum erum við alveg lost...

Inga Björk (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 19:24

7 identicon

Sæll gamli.
Það er alltaf gaman að  velta  íslenskunni fyrir sér.
En veistu hvað ? Ég fékk Dagskránna senda suður
Svo að núna líður mér eins og ég sé kominn heim.
Þakka þér kærlega fyrir sendinguna. Ég hugsa  hlýlega til þín í staðinn
Kveðja. Guðbjartur

Guðbjartur (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 21:13

8 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Fanney mín, dagur íslenskrar tungu er nú svo skemmtilegur.  *  Takk fyrir þetta Haukur.  Það er fyrir mestu að einhver les bloggið og það var nú mikil til sett af stað í upphafi fyrir ykkur sem búa úti.  *  Já Inga, ef þetta er strákur, bara ekki skýra hann Hrærekur eða Öndólfur.  *  Guðbjartur, verði þér að góðu. Ég hef móttekið hlýjar og góðar hugsanir. Takk fyrir það.

Pétur Guðjónsson, 17.11.2006 kl. 09:46

9 identicon

Gaman að þessu Pétur.

Íslenskt mál er tilefni til endalausra "spekúlasjóna". Fallegt mál og fjölbreytilegt er unun á að hlýða og lesa. Samt er það svo að ég hef verið dálítið hugsi yfir viðhorfi okkar til ylhýra málsins og notkunar á því. Ég þekki nefninlega nokkrar manneskjur, elskulegar og indælar sem hafa mikið fram að færa, en hafa ekki  það vald á málinu sem við gerum kröfu um. Þau eru lesblind, beygja vitlaust og setja ekki orðasambönd alltaf í rétt samhengi. Þetta er þeim ótrúleg hindrun í samfélagi við okkur hin, sem erum svo stútfull af snobbi í kringum tunguna að við setjum það fólk skör neðar sem ekki talar eða skrifar óaðfinnanlega. það er ekki tekið fullt mark á þeim sem skrifar ekki óaðfinnanlegt mál. Er þetta í lagi?? Við verðum að fara varlega í þessu efni, þetta er eins og með þjóðernishyggjuna, hún er góð og gild þar til hún skyndilega breitist í kynþáttafordóma.

Bara svona hugleiðing, kveðja, BS

BS (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband