Frostlög
17.11.2006 | 09:38
Jíííhaa Ég fékk fullt af kommentun í síðustu færslu. Gaman gaman og þúsund þakkir.
Það er frost á Akureyri í dag. Ég og Hulda vorum samt svo dugleg að ganga í vinnnuna. Þrátt fyrir kuldann er dásamlegt veður.
Núna horfi ég upp í Hlíðarfjall. Það er hvítt eins og Brynju ís. Núna veit ég að bræður mínir, allir þrír verða líklega sjúkir að koma hingað á skíði. Það er nú nokkuð auðvelt fyrir Guðbjart og Svavar en öllu lengra fyrir Hauk. Hann hugsar örugglega heim til Íslands og lætur sig dreyma um dag í fjallinu, fá sér svo eina með öllu og Egil í gleri og svo ískaldan Víking á eftir. Nei nú er ég vondur Vonandi náum við svona degi á næsta ári.
Annars er þessi árstími svolítið sjarmerandi. Birtan úti núna er svo falleg og jólaleg. Já, það styttist í jólin og nú fer allt að einkennast af þeim. Við Hulda höfum alið upp þvílíku jólabörnin. Það er svo gaman að sjá og heyra, hvað þau eru föst í jólahefðum. Það er sko ekki skrítið að Birkir og Fanney séu jólabörn, það er allt á öðrum endanum fyrir jól hjá okkur, í jákvæðum skilningi.
Helgarfrí framundan, dásamlegt. Megið þið eiga góða helgi og hafið það sem allra best.
Athugasemdir
Heyrðu, ég er búinn að kaupa miða og lendi á sunnudagsmorgun. Nei, þetta er bara óskhyggja. Ekki laust við að mér langi til að skreppa NÚNA. Þú hittir naglan á höfuði með þetta allt.
Bestu kveðjur og góða helgi.
Haukur (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 21:24
já Pétur ef ég ætti ósk núna þá væri hún að fá frí í vinnu og koma á skíði á akureyri,og koma norður með snjósleðan 130 hestafla græu sem virka ekkert í geimslu og snjóleisi í Reykjavik,Baldvin ætlar að drýfa sig norður með sleðan til að geta leikið sér þar og hafan þar um jólin,já mér þykir slæmt að Haukur skuli ekki koma til Islands það hefði nú verið gaman að fara með honum á skíði,ef ég man þá var hann sæmilegur á skíum ENN ekki jafn góðuróg ég hehe.
svavar þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 15:52
Svavar, þú ert greinlilega farinn að eldast. Er minni eitthvað farið að gefa sig? Ég var og er miklu betri en þú. OG HANA NÚ.
Haukur (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 21:51
Sæll Pétur, bara að kvitta fyrir mig.
Kv Magga Lára
Magga Lára (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 10:28
jæja Haukur minn,neeeeeeeeeeeei,þú varst sæmilegur á skiðum enn ég er góður og verð það alltaf,ef ég man rétt þá var Pétur helviti góður á rauðu tré skíðonum manstu eftir því?
svavar þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.