Fordómar

Sælt veri fólkið.  Þá er kominn mánudagur. Takk kærlega fyrir “kommentin”;

Ég er hálf þreyttur í dag. Líka hás af öskrunum í gær á leik Akureyrar og Hk

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um rasisma gagnvart útlendingum. Fordómar eru alls staðar í kringum okkar og leynast sennilega víða.

Líklega hefur maður gott af því að líta eigin barm.  Fyrir nokkrum árum var ég á vinnustað þar sem fjallað var um og farið yfir fordóma.  Þar komst ég að því að ég er alveg stútfullur af fordómum. 

Um daginn kom til mín maður í vinnuna og var að auglýsa ýmislegt notað til sölu. Ég fór að hugsa: “Er þetta þýfi?” FootinMouth Þessi maður var ekki Íslendingur.  Fékk svo að vita að þetta væri heiðvirður maður sem væri ekki líklegur til þess að stunda þessháttar viðskipti. 

Pétur rasisti.Pinch

Í spjalli mínu um íslenskt mál í síðustu viku kom BS með ágætis innlegg varðandi fordóma í okkar samfélagi varðandi þá sem ekki rita eða tala rétt og gott mál.  Ég skal viðurkenna að ég á ofsalega erfitt með að sitja á mér þegar einhver skrifar eða talar rangt.  Þá er ég ekki að meina smávægilegar villur, innsláttarvillur eða smá þágufalls sýki.  FordómarAngry

Við erum öll góð í einhverju og við skiptum öll máli. Og hvernig var þetta nú aftur; dæmið ekki og þér munuð eigi dæmdir verða. Halo

Hafið góða og fordómalausa viku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Pétur alltaf gaman að lesa bloggið þitt.Les það reglulega þó ég svari ekki alltaf.þú ert góður Penni Pétur haltu áfram.:)

Kveðja Valla

Valla (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 09:59

2 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Takk fyrir það Valla mín. Gaman að heyra í þér

Pétur Guðjónsson, 21.11.2006 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband