Þetta helst..
9.7.2008 | 08:25
Sæl verið þið.
Sjálfsagt er ég búin að drepa ykkur úr forvitni varðandi framhaldið en hér kemur það.
Námið sem ég fer í er á ferðamálabrautinni á Hólum og heitir Viðburðarstjórnun. Það er eins árs nám en ég get haldið áfram á ferðamálabraut sem er til þriggja ára. Þetta er eitthvað sem ég ákvað mjög snöggt og sótti um. Í kjölfarið var ég boðaður í viðtal og inntökupróf, þar sem ég hef ekki lokið studentsprófi. Og nýlega fékk ég að vita að ég hefði fengið inngöngu.
Vinnan sem ég er að fara í með náminu datt í hendurnar á mér mjög snöggt. Þegar mér fannst nokkuð líklegt að ég fengi inngöngu í skólann, þá óttaðist ég að það yrði strembið að pússla saman skólanum með núverandi starfi. Því hef ég ráðið mig í starf hjá Meðferðarheimilinu á Laugalandi í vaktavinnu. Þetta starf er í raun verkefni í einhverja mánuði eða ár. Það er auðvitað heilmikið að takast á við en tel að dagarnir nýtist mér betur í vaktavinnu.
Ég er spenntur að takast á við þessi verkefni og þetta leggst bara vel í mig. Verður án efa heldur betur strembið og gott að gera sér grein fyrir því en ekki gott samt að mikla hlutina fyrir sér.
Þessa dagana er nóg að gera. Sumarið líður áfram og verður búið áður en maður veit af. Við munum ekki ferðast mikið þetta sumarið en við ætlum til Cape cod í BNA 15. ágúst og er maður er verað pínu spenntur fyrst núna. Hingað til hef ég ósköp lítið hugsað um það, aðallega vegna þess að það er svo mikið annað um að hugsa.
Jæja, gott í bili. Megi dagurinn verða ykkur góður.
Athugasemdir
Flottur að breyta svona til og skella þér í skóla - þú rúllar þessu upp !
Rúnar Haukur Ingimarsson, 9.7.2008 kl. 11:17
jú mikið rétt hjá þér ég var að deyja úr forvitni!
En frábært hjá þér og alveg er ég sannfærð um að þú ert á réttri braut þarna! Til hamingju með þetta allt bara
kv. Erla
Erla M (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 14:37
Takk kærlega fyrir þetta. Alltaf gott að fá smá klapp á bakið, takk takk
Pétur Guðjónsson, 9.7.2008 kl. 20:20
Sæll og blessaður.
Til hamingju með nýju vinnuna og gangi þér vel í náminu.
Er ekki kominn tími á nýtt blogg?
Bestu kveðjur úr sólinni og blíðunni í Grayslake.
Haukur (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.