Keppnisskap
21.11.2006 | 16:40
Já, það hefur alltaf verið til staðar keppnisskapið hjá okkur bræðrunum. Svo er Laufey alveg gjörsamlega laus við það. Ætli við höfum ekki fengið hennar skammt af því, sem og bjóráhuga.
Ég hef sagt ykkur áður af óförum mínum á skíðum. Það er alveg þannig að ég bara hef ekki skíðahæfileika.
En núna eru Svavar og Haukur farnir að metast um það, hvor er nú betri á skíðum Guðbjartur er ekkert að blanda sér í þetta, hann keppir bara við mig í frönskuáti
Jæja, smá innlegg í bloggheiminn á þessum ágæta þriðjudegi. Átti ansi annasaman dag í gær. Svona verður þetta fram að jólum.
Læt fljóta með mynd úr Hlíðarfjalli, sem er tekin af www.akureyri.net. Því miður get ég ekki unnið í fjallinu um helgina, er að vinna á Kaffinu bæði kvöldin. Silla, þú mátt segja Gumma það
Hafið það gott elskurnar.
Athugasemdir
já það hefur aldrei vantað keppniskapið hjá þessari fjölskyldu þá á ég við hjá kallmönnunum,ég veit það er enn vel til staðar hjá Hauki allavega ég hef nú svolítið mikið mýgst hjá mér,eftir að strákarnir Baldvin Hafðór og Birkir fóru að verða svolítið miki betri enn við bræður í boltanum,og massaðri líka,samt ekki þungir eins og bræður mínir 3,ég er innan skekkjumarka enn.hvað varðar þyngt enda ekki í frönskum kartöflum hamborgurum og bjór eins og bræður mínir hehe nú skora ég á ykkur að svara þessu bræður,hver er bestur í sportinu af okkur?
svavar þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 22:34
Ég hafði ekki tök á því að koma með mína skoðun á síðustu færslu og hérna kemur það. Það er oft svo að við segjum suma hluti án þess að virkilaga meina það. Ég hef verið sekur um að segja eitt og annað en ég reyni alltaf að gefa öllum tækifæri áður en ég dæmi. Það eru sumar þjóðir sem fara meira í taugarnar á mér en aðrar. Ég ætla ekki að fara nánar út í það að segja það hér og nú.Keppnisskapið er alltaf til staðar. Svavar ég hef ekki beint lifað venjulegu líferni síðustu ár og hef ekki haft nægan tíma til að stunda íþróttir eða hef ekki réttan félagskap hérna til þess. Þar af leiðandi er ég þyngri en ég vildi vera. Lífið er meira í skorðum núna og kílóin farinn að renna. Ég er sjálfsagt ekki bestur að okkur í fótbolta enda hef ég ekki stundað þá íþrótt mikið síðustu 16 árinn þannig að það er erfitt að bæta sig. Hins vegar er ég bestur í Körfu, Tennis, á skíðum og svo er ég besti skákmaðurinn, bara svo eitthvað sé nefnt. Já og ekki má gleyma blaki. Ég sýndi mikla takta í sumar þá að ég sé 10 til 15 kílóum of þungur. Og hana nú.
Haukur. (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 00:42
hahah. Það er svo gaman þegar þið farið að þræta um þetta. Ég ætla ekki að mögla neitt um það, hver er bestur í hverju. Við höfum öll okkar sérstöðu.
Mér finnst gott að hafa keppnisskap en með árunum hef ég lært að fara betur með það. En það verður gaman þegar við hittumst allir næst og getum farið að leika okkur saman. Hvað varðar gaurana, Birkir, Baldvin og Hafþór, þá eru þeir löngu búnir að sýna að þeir jarða okkur í íþróttum. Það er í góðu lagi.
Pétur Guðjónsson, 22.11.2006 kl. 08:45
Hæ, hæ ég skal koma þessum upplýsingum yil Gumma að þú getir ekki unnið, ég er nú líka að vinna á Vélsm. um helgina og í fjallinu Pétur minn það er spurning hvort þú ættir ekki að fara að hrúa í þig vítamínum svo þú getir verið í stuðinu með okkur upp í fjalli svo er líka opið í dag og næstu 2 daga frá 16-19 svo það væri vel tekið á móti þér ef þú vilt koma núna þessa seinni parta það er svo spurning hvort það ætti ekki að koma á snjóþotu keppni á milli ykkar bræðra og athuga hver hefur betur kakó og stro að hætti Gumma í verðlaun haha sjáumst hress, Silla
Sigurlaug Lórenz Skúladóttir (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 09:03
Æi strákar mínir ég er náttúrulega langbest af ykkur bræðrum mínum í öllu, þó svo ég þeyti ekki spilum og tábrjóti ekki liðið haha
laufey (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 15:07
jæja mér þykir systir skjóta fast með spil og tábrot.ég veit að ég á allavega ekki spilinn, ætli ég eygji ekki þið vitið tábrotið,eitt verða ég að segja ,Pétur á svolítð sérstagt í sportinu sem aðrir eiga ekki þegar illa gengur hann eldröðnar af reiði og blæs fast og segjir valla orð lengi æðir um allan völl svo kemur eftir langa þögn,ánskotas helviti ég þoli ekki að tapa fyrir fyrir strákonum þá á eg við þegar Baldvin Birkir og Hafþór eru saman í liði pétur er svaðalega tapsár hehe
svavar þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 20:41
hehehehehe.
Pétur Guðjónsson, 23.11.2006 kl. 09:26
ég sé að sumir hafa ekkert um þetta að segja
svavar þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.