Hér er eitthvað fallegt handa ykkur

Hæ og hó.

Það er mánuður til jóla. Það er ljúft. Bærinn er farinn að fá hinn sanna jólabrag.  Skammdegissól, þetta er dimmur tími.  En vonandi er þetta ekki dimmur tími í sálum ykkar. 

Mér finnst alltaf einhver dulúð yfir þessum tíma.  Á þessum tíma árs verð ég viðkvæmari. Það er oftast mikill kærleikur á aðventu. Þá verða allir að vera góðir. Ef maður er ekki góður á aðventu og jólum, hvenær þá?

Ég fékk send nokkur falleg orð í tölvupósti rétt áðan.  Ef þið hafið séð þetta, þá lesið þetta aftur. Segið svo endilega eitthvað fallegt, af því það eru að koma jól.

Þú hittir ótrúlega margar persónur á lífsleið þinni, en það eru bara sannir vinir sem skilja eftir spor í þínu hjarta.

Til að geta stjórnað sjálfum þér, notaðu hugvitið; Til að stjórna öðrum, notaðu hjartað.

Gáfaðar persónur tala um hugmyndir. Minna gáfaðar persónur tala um hvað gerðist. Illa innrættar persónur tala illa um aðra.

Sá sem tapar peningum missir mikið. Sá sem missir vin tapar miklu meira. En sá sem missir trúna á lífið sjálf, missir allt.

Við erum vinir þú og ég, ef þú tekur vin þinn með erum við þrjú. Við getum stofnað lítinn vinahóp. Það er jú ekkert upphaf og enginn endir,

Njótum lífsins og verum góð hvort við annað því lífið er svo stutt þrátt fyrir allt og þess vegna ætti ekki að vera tími til að tala illa um aðra.

Öll dýrin í skóginum vilja vera vinir og við mannverurnar í okkar frumskógi freistinga lífsins viljum líka vera vinir og góð hvort við annað.

Dagurinn í gær er liðinn. Morgundagurinn er óvænt ánægja.

Dagurinn í dag er gjöf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Pétur minn.

Mér sýnist þú verða frekar væminn en viðkvæmur. Hvaða frasaruna er þetta sem þú býður okkur uppá? Jakkkk!!!

BS (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 19:19

2 identicon

Hamingja er ákvörðun ekki satt?!

Dag nokkurn tók mjög efnaður maður son sinn með sér í ferð út á land í

þeim tilgangi að sýna honum hvernig fátækt fólk býr.

Þeir dvöldu tvo daga og nætur á sveitabýli sem myndi teljast fátæklegt.

Á leiðinni til baka spurði faðirinn son sinn hvernig honum hafi þótt

ferðin.

"Hún var frábær Pabbi."

"Sástu hvernig fátækt fólk býr?" spurði faðirinn.

"Ó já," sagði sonurinn.

"Jæja, segðu mér, hvað lærðir þú af þessari ferð?" spurði faðirinn.

Sonurinn svaraði:

"Ég sá að við eigum bara einn hund en þau eiga fjóra.

Við eigum sundlaug sem nær úti miðjan garð en þau eiga læk sem engan

enda tekur.

Við erum með innflutt ljósker í garðinum en þau hafa milljón stjörnur á

næturnar.

Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum en þau hafa allan

sjóndeildarhringinn.

Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra sem ná eins langt og

augað eygir.

Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur en þau þjóna öðrum.

Við þurfum að kaupa okkar mat en þau rækta sinn.

Við erum með háa girðingu til að verja okkur en þau eru umkringd vinum

sem verja þau."

Faðir drengsins var orðlaus.

Þá bætti sonurinn við:

"Takk pabbi, fyrir að sýna mér hve fátæk VIÐ erum."

Magga Lára (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 15:04

3 identicon

Jú, alveg rétt, hamingja er ákvörðun, dreg allt til baka sem ég hef sagt um væmni og fleira. Dúlluleg frásögnin hér að ofan. Segir allt sem segja þarf um viðhorfið sem við getum valið okkur sjálf. Kveðja, BS

BS (IP-tala skráð) 26.11.2006 kl. 17:33

4 identicon

Sæll Píter, ég er bara að spá í hvort þú sért búinn að kaupa jólgjöfina handa mér.

Dulúðleg skammdegissólarkveðja frá ella

elli (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband