Kveðjur frá Cape cod

Halló halló allir saman.

 Ég sit hér úti fyrir framan húsið á Cape cod við tölvuna hans Hauks. Hér er dásamlegt að vera og okkur líður frábærlega.

Það hefur verið mjög gott veður, sól alla daga og um þrjátíu stiga hiti fyrir utan smá skúr(bakvið hús) á þriðjudag.

Við náðum að horfa á handboltaleikinn í morgun. Sátum með fartölvuna í bílnum(þar var besta netsambandið) og horfðum, ég Haukur og Birkir. Þeir ráku mig reyndar oftast út úr bílnum því þeim fór að ganga illa þegar ég kom. Úrslitaleikurinn verður sýndur um fjögurleitið að næturlagi hérna og ætlum við að sitja í bílnum og horfa.

Ég ætla að steikja þorsk í kvöldmatinn að íslenskum sið og fara svo líklega í keilu.

Bestu kveðjur frá Þorskhöfða.

Pétur, Hulda, Birkir, Fanney, Haukur, Sheila og Marissa.

IMG_3423

Ps. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum mínútum. Bloggum kannski aftur á morgun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er nú gaman að heyra hvað þið eruð að skemmta ykkur vel þarna úti. Ég hefði nú ekkert á móti því að vera þarna með ykkur en svona er þetta, ég kem bara næst:)

 Haldið áfram að hafa það gott þarna úti, þið eigið það skilið.

 Bestu kveðjur frá Íslandi
Heiða Berglind

Heiða Berglind (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:55

2 identicon

Sælir ferðalangar.
Gaman að fá smá fregnir frá ykkur og þessa flottu mynd í þokkabót. Á henni sést að sólin, umhverfið og góður félagskapur hefur greinilega góð áhrif á ykkur. :-)

Hérna heima snýst allt um handbolta þessa dagana og krafturinn, jákvæðnin og tilfinningahitinn í íslensku strákunum hefur smitast út í íslensku þjóðarsálina. Tilfinningahitinn hérna á íslandi hefur sennilega aldrei verið meiri og eins held ég að Ólafur Stefánsson sé á góðri leið með að eyða neikvæðninni úr þjóðinni. Í staðinn fyrir að segja neikvæð orð er núna bara sagt "Bíp, bíp".

Ég bið kærlega að heilsa öllum í hópnum og veit að þið haldið áfram að njóta dvalarinnar og augnabliksins og ef svo ólíklega vildi til að blótorð koma upp í hugann sleppið þá að hleypa þeim út og segið "bíp, bíp" í staðinn.

Sameinumst svo um að öskra "Áfram Ísland" í fyrramálið.
Bestu kveðjur frá Íslandi,
Guðbjartur

Guðbjartur (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 11:51

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Hæ - gaman að þessu bið sérstaklega að heilsa Hauki

Rúnar Haukur Ingimarsson, 23.8.2008 kl. 16:28

4 identicon

Hæ öll sömul. Takk fyrir þetta...Guðbjartur við verðum jákvæð, lofum því.

Peturg (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 18:23

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Æði!!!!!

Smá breytingartillaga hvað matseðli viðkemur: í stað THorsksins getið þið t.d. öll lagst á eitt og eldað grátt silfur saman,  hehehehehe  

ÍSLAND! BEST Í HEIMI

Bestu kveðjur úr rigningunni í Kópavogi

Kjartan Pálmarsson, 24.8.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband