Sólbrenndur og bitinn
24.8.2008 | 15:08
Sæl verið þið.
Vildi bara senda frá okkur kveðjur yfir hafið.
Við Birkir vöknuðum í nótt til að horfa á leikinn. Hann var klukkan rúmlega fjögur á okkar tíma og sátum við úti í bíl og horfðum. Við vorum rólegir yfir tapinu en vissulega vildum við vinna. Þetta er frábært.
Í dag verður farið í bíltúr í nágrannabæ Falmouth. Ég nenni ekki á ströndina í dag, enda sólbrenndur og bitinn..........Ég hef verið að reyna að sótthreinsa mig innan frá með vodka en það hefur ekki dugað.
Hér eru nokkrar myndir, m.a. af Fanneyju og vinum hennar í naesta húsi.
Bestu kveðjur frá okkur öllum.
Athugasemdir
Bestu kveðjur til ykkar allra
Laufey
laufey (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 13:52
Sæll Pétur,
Ég vona þér sé hætt að klægja undan bitunum. Það getur verið skelfilega pirrandi. Annars pirra bit mig minna heldur en gerðu áður, er sennilega búinn að vera bitinn of oft.
Vona að þið hafið það sem allra best og komin yfir ferða þreytuna.
Bestu kveðjur frá Grayslake.
Haukur (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.