Klukk!
23.9.2008 | 09:31
Sæl verið þið.
Ég var klukkaður fyrir allmörgum dögum síðan af Kjartani nokkrum Pálmarssyni. Hann er örugglega orðinn úrkulavonar og öldungisbit að ég sinni ekki þessu klukki en betra er seint en aldrei.
Hér kemur þetta.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Það er nú af nógu af taka þarna. Ætli ég nefni þá ekki bara uppáhalds störfin.
- Dagskrárgerðarmaður á Hljóðbylgjunni, Frostrásinni, Ljósvakanum, Rás 1, Rás 2 og Voice svo eitthvað sé nefnt.
- Uppeldisfulltrúi í Hlíðarskóla.
- Auglýsingastjóri á Dagskránni á Akureyri- Ásprent.
- Og svo núverandi starf með skólanum. Meðferðarfulltrúi á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit.
- Má ég ekki segja eitt enn? Það eru öll hliðarstörfin með öllum hinum störfunum.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
- Forest gump
- Love actually
- Star wars VI
- Three to tango
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Hef alltaf búið á Akureyri. T.d.
- Skarðshlíð
- Núpasíða
- Smárahlíð
- Snægil.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Friends
- Cold feet
- ER.
- Little Britan
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :
- Þýskaland
- Bandaríkin (og þar eru nokkur fylki)
- Spánn
- Danmörk.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg :
- www.dagskrain.is
- www.mbl.is
- www.holar.is
- www.visir.is
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
- Góð nautasteik klikkar ekki
- kjúklingur á ýmsan máta
- fiskur í karrý
- og góður grænmetisréttur ala Gauji að vestan.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Við þurfum nú að orða þessa spurningu öðruvísi. Bækur sem ég hef náð að klára. Ég hef nefninlega gaman að lesa en skortir oft rólegheit og einbeitingu til þess að lesa. Svo sofna ég yfirleitt eftir fyrstu fjórar bls.:
- Höfundur Íslands- Hallgrímur Helgason
- Bítlaávarpið- Einar Már
- Munkurinn sem seldi sportbílinn.....erl.höf.
- Allt hold er hey- Þorgrímur Þráinsson
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka
- Fyrst er að nefna Hauk bróður sem hefur ekkert annað að gera þarna vestan hafs en að svara svona klukki- haukursg.blogcentral.is
- Rúnar Haukur. Sá mæti maður hefur þann djöful að draga að halda með Man.utd. og Þór. Fussumm svei......... - runarhi.blog.is
- Friðrik Ómar. Hrokafyllsti popparinn á landinu. Meira að segja Bo er mýkri. En hann er besta skinn og gefur sér vonandi tíma til svara þessu. Enda hefur hann ekkert annað að gera - fridrikomar.blog.is
- Síðastur en ekki sístur en Guffi frændi. Snaróður trommandi bumbuslagari sem keyrir eins og engill alla virka daga. - guffi.blog.is
Svo þakka ég öllum sem hafa kommentað að undanförnu.
Hafið það sem allra best.
Kv;
Pétur
Athugasemdir
ég set spurningamerki við þessar yfirlýsingar um að ég sé hrokafullur. Hef í mesta lagi rifið einstaka kjaft og dissað Gilzenegger...thats all!
Fiddi Fönk, 23.9.2008 kl. 12:58
Góður
Kjartan Pálmarsson, 23.9.2008 kl. 21:51
Takk fyrir klukkið
Rúnar Haukur Ingimarsson, 23.9.2008 kl. 23:53
He he. Sælir strákar.
Nei Friðrik, tek þetta til baka. Þú ert ekki vanur að rífa kjaft enda glymur(bylur) alltaf hæst í tómu tunnunum.
Pétur Guðjónsson, 24.9.2008 kl. 22:14
En, það sem aldrei hefur komið fyrir, getur alltaf komið fyrir aftur
Kjartan Pálmarsson, 24.9.2008 kl. 22:58
Sæll Pétur.
Ekkert annað að gera. Ég hélt að þú þektir mig betur en það. Ég er alltaf að eitthvað að brasa. Hinsvegar hef ég gaman af þessu og kem að þessu í næstu viku.
Bestu kveðjur frá Chicago svæðinu.
Haukur (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.