Það koma jól...

...þrátt fyrir að ég eigi eftir að pakka inn, skrifa 70 jólakort, gera jóladagskrá fyrir útvarp, græja og standa vaktina fyrir tvö böll, halda úti jólamarkaði...................

Já, það koma jól.

Sæl verið þið. Mátti til með að henda örfáum línum inn á bloggið.

Þessa dagana er allt í rugli hjá okkur - en mest þó jákvætt rugl.  Sólarhringurinn er allt of stuttur núna, sem aldrei fyrr. Ég er ekki að kvarta og gorta, þetta er bara svona og það er ekkert hægt að segja þetta neitt öðruvísi.

En ég get sagt með stolti þær ánægjulegu fréttir að þessari leiktíð í skólanum er búinn og ég stóðst hana Smile Eftir áramót tekur svo við næsta skref og tökum við á því þegar þar að kemur.

Og nú eru að koma jól.  Dagurinn er stuttur og myrkrið er yfir okkur meiri hluta sólarhrings.  En eins og einhvers staðar stendur, myrkrið er svartast rétt fyrir dögun og brátt verður bjart á ný.

Nú þarf ég hins vegar að klára jóladagskrána fyrir þetta árið en ég verð á Voice á milli tvö og sex á aðfangadag og jóladag.  Minni á að hægt er að hlusta á netinu. www.voice.is

En annars, lifið í gleði, njótið aðventunnar og jólanna...sem koma-hvað sem ég kvarta, tauta og raula.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður.

Það er gaman að fá blogg frá þér. Og umfram allt þá óska ég þér til hamingju með að komast í gegnum fyrstu önnina. Þar sem þú komst í gegnum þetta þá verður restinn létt.

Já. það koma jól, farið að styttast mikið í þau. Ég er búinn af öllu sem ég ætla að gera fyrir jól. Ég get ekki sagt að þau séu mér ofarlega í huga núna. Það eina sem ég á kannski eftir að hugsa fyrir er ákvaða veitingastað það á að borða á. Þá meina ég á aðfangadgskvöld. 

Bestu kveðjur frá Hollandi.

Haukur (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, jólin koma alltaf. Stundum bara virðast þau... koma of snemma.

Ingvar Valgeirsson, 17.12.2008 kl. 19:21

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það er einmitt!

Það er ekki laust við að eitthvað sé eftir að gera á mínum bæjum einnig, þetta er landsþekkt vandamál, hehe.

Heyrðu til hamingju elsku kallinn með áfangann, glæsilegt. Það hefur orðið hamagangur á hóli eða hólum barasta?

Bestu og mestu jólakveðjur til þín og þinna.

Já líka til þín heimshornaflakkari á Nederlands grundu  Ég hef einu sinni komið til Hollands. Borðaði þá á mjög góðum og skemmtilegum veitingastað, man ekki alveg hvað hann heitir ????? uuuuu Mc D eitthvað ?

Svo gat maður stækkað máltíðina fyrir eitthvað lítið.  

Verð stilltur.is á jólum

Kjartan Pálmarsson, 18.12.2008 kl. 14:52

4 identicon

Halló, halló.

Kjartan við verðum bara að tala við hvorn annan þar sem Pétur svarar okkur ekki.

Já, fallega. Mikki D. Ég held að það verði frekar gott steikhús. Ekki búinn að ákveða ennþá hvort að það verði á Hollandi eða í Belgíu.

Haukur (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:18

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Já þetta er agalegt með drenginn hvernig hann hunsar okkur bara  Er ekki annars allt gott að frétta af þér drengurinn?

Kjartan Pálmarsson, 18.12.2008 kl. 15:38

6 identicon

Hallo Kjartan.

Eg er bara finn. Annars er eg svolitid threittur eftir langa vinnudaga. En hvernig ert thu?

Haukur (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 17:28

7 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Eins og sagt er: ég er góður sko! Var að detta í jólafrí til 5.jan.

Kjartan Pálmarsson, 20.12.2008 kl. 01:44

8 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Halló halló.

Ég er búinn að reyna að skrifa, ég kemst bara ekkert að fyrir ykkur  

En takk fyrir að halda síðunni lifandi með mér......

Pétur Guðjónsson, 21.12.2008 kl. 09:41

9 Smámynd: Aprílrós

Ekki láta Hauk og Kjartan vaða yfir þig Pétur !!!!

Óska þér Gleðilegra jóla

Aprílrós, 23.12.2008 kl. 11:53

10 identicon

Hættu þessu væli, þú hefur ekkert að kvarta yfir. Skólinn sem þú varst í er nú bara helmingur meða við það sem ég er í. Í prófunum fékkstu að hafa einhverja með þér og hafa glósur og allt. Í mínu prófi þurfti maður að leggja allt á minnið og vinna einn. Jólin eru búin og þú gast þetta allt. Með minni hjálp auðvitað. Ég meina ég skrifaði á umslögin og setti lesninguna í kortin, var það síðan ekki ég sem las söguna sem var í jóladagskránni, og hver var það sem afgreiddi fólkið á jólamarkaðinum. Svo launarðu mér þetta með því að setja allveg hræðilegar myndir á bloggsíðuna sem allir geta skoðað.....
Nei nei. Nú segi ég allt annað.



Þér hefur gengið ótúlega vel að skrifa í jólakortin, mjög tímanlega meðað við hvenær við fengum þau. Jóladagskráin var æðisleg og þetta ball sem ég var á heppnaðist stórglæsilega(auðvitað. Það var nú einu sinni ég sem kom svolítið nálægt þessu). Ef þessi markaður hefði ekki verið þá hefði ég engin laun og verið á rassgatinu um jólin. Þú fékkst glæsilega einkunn í skólanum og þetta próf var nú ekki auðvelt. Þú fékkst strax hlutverk í leikritinu og ég efaðist aldrei um annað. Þetta hefur gengið stórglæsilega allt saman og þess vegna getur maður nú sagt að allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi. Ég veit ekkert hvort viljinn er skrifað rétt en mér er allveg drullu sama. Af öllu því sem þú hefur afrekað er ég ekkert smá stolt af og lít ekkert smá mikið upp til þín. Ég veit heldur ekki hvort þetta sér eitthvað rétt heldur. Ég veit að núna er miklu fargi af þér létt og þér á eftir að líða ekkert smá vel þegar við erum búin að ganga frá á markaðinum og þetta ball sem er í kvöld er búið. Ég veit að þetta ball á eftir að ganga vel í kvöld. Ég skal með glöðu geði hjálpa þér að gana frá á markaðinum og þá mun þetta ganga smurt. Svo á áramótunum munum við skemmta okkur konunglega. Gangi þér vel í kvöld.

Fanney Lind

Fanney (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband