Gleðilegt nýtt ár
1.1.2009 | 14:59
...og takk fyrir það gamla.
Þá hefur árið 2008 kvatt okkur. Og þó ekki sé mælt með of miklu glápi í baksýnisspegilinn þá geri ég það nú um áramót.
Fyrst geri ég gjarnan upp gamla árið og fer svo að óska mér hvað ég vil fá út úr nýja árinu.
Uppgjör ársins 2008.
Árið byrjaði rólega. Lognmolla virtist ætla að heltaka mig og mitt líf, skipið sigldi lygnan sjó. Þó fékk ég eitt verkefni fljótlega í byrjun árs til að lífga aðeins upp á tilveruna og veskið mitt. En að öðru leiti voru janúar og febrúar nokkuð rólegir, ég vann vinnuna mína í Ásprent og lífið gekk sinn vanagang.
Það er skrítið frá því að segja en lýsir þó árinu líklega nokkuð vel að segja að ég man fyrri hluta árs ekki mjög vel í smáatriðum. Kannski gerir það enginn. En líklega hefur fjörið á árinu 2008 hafist strax í mars. Verkefnin fóru að detta inn, páskar og það stærsta, ferming hennar Fanneyjar minnar.
Svo kom vorið, mér datt í hug að fara í skóla næsta haust, fékk inngöngu og í júlí skipti ég um starf, fór frá Ásprent með talsverðum söknuði yfir á Laugaland. Næstu vikur vann ég tvöfalda vinnu plús verkefni, svo var farið í góða ferð til Ameríku og svo kom haustið, skólinn með sinni skelfingu. Fyrstu dagana og vikurnar vissi ég ekki hvort ég var að koma eða fara.
Næstu mánuðir á eftir hafa litast af vinnu og verkefnum. Og mitt í þessu öllu saman fór ég í prufur í Freyvangsleikhúsinu og fékk hlutverk í leikritinu Vínland sem verður líklega frumsýnt í febrúar. Daaa!!
En ég horfi til baka, stoltur af mínum afrekum. Þau kostuðu vissulega fórnir. Jólin voru öðruvísi en oft og einkenndust af annríki fremur en að njóta þeirra. Aðventan leið fram hjá mér eins og kappakstursbíll.
Samantekt. Árið var gott og gjöfult. Þetta var árið sem ég lærði mikið.
Árið 2009.
Ég hef þær væntingar til þessa árs að það verði áfram gott og gjöfult. Að ég og allir mínir verði hraustir á líkama og sál.
Markmið ársins er leysa vel og ganga vel með það sem ég tek mér fyrir hendur en fyrst og fremst að lifa í gleði og njóta lífsins.
Guð gefi öllum gleði-og gæfuríkt ár.
Pétur
Athugasemdir
Sæll og blessaður Pétur.
Það var gaman að lesa þennan pistil.
Gleðilegt ár. Við heyrumst fljótlega.
Bestu kveðjur frá Maastricht.
Haukur (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 18:01
Gleðilegt ár Pétur til þín og þinna!
Ég er ekki í nokkrum vafa um að þú leysir öll þín verkefni vel af hendi hér eftir sem hingað til!!
Erla H (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:03
Gangi þér vel
Aprílrós, 2.1.2009 kl. 23:12
sæll Pétur það var gaman að lesa þennan pistil hjá þér, árið 2009 verður gott ár,það er að mestu undir okkur sjálfum kosið hvernig árið verður,það er spurning um að fara hægja aðeins á sér og njóta meira sem maður á og hefur ekki satt. en gangi þér vel og hlakka til að koma norður í freyvangsleikhusið og sjá þetta leikrit.
svavar þór (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.