Fésbókin sem stal blogginu

Sælt veri fólkið.

Líklega eru flestir hættir að skoða þessa bloggsíðu hjá mér enda lítið þar að gerast.  En þetta er nú þannig, þó facebook sé ólíkt blogginu þá hefur það rænt því talsvert mikið.  Enda eru lausar stundir fyrir framan tölvu ekki margar og stelur því fésbókin(facebook) öllum tímanum.

Það er annars allt fínt af mér að frétta. Skólinn að fara á fullt og ég á fullt í fangi með að halda mér á tánum gagnvart því.   Ég er í rúmlega 100% vinnu á Laugalandi og svo hefur spileríið verð óvenju líflegt.  Og fyrir þá sem ekki vita, þá er ég að æfa á fullu þessa dagana með Freyvangsleikhúsinu og mun leika í söng-og gleðileiknum Vínland sem verður frumsýnt í febrúar.  Þetta er mikið verkefni og mikil og strembin vinna í kringum þetta en mikið ofsalega er þetta gaman.

Ég er fullur af lífsorku og gleði þessa dagana, það er alltaf gaman að ögra sjálfum sér og takast á við eitthvað spennandi.

Af þessu bloggi vil ég segja ykkur að ég ætla ekki að hætta með það en það mun taka breytingum á næstu vikum.  Segi ykkur nánar frá því fljótlega.

 

Hafið það gott, njótið lífsins og lifið í gleði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saell og Blessadur.

Thad er alltaf gaman ad fa blogg fra ther. Sjalfsagt hefur thu mist eitthvad fylgi en thad kemur aftur thegar thu ert kominn a fullt aftur, ef thad er planid.

Eg thrjoskadist lengi vid ad byrja a Facebook. Fannst bloggid alveg meira en nog. En eg get ekki sagt ad thad hafi beint tekid tima fra blogginu. Eg hef hreinlega verid illa upplagdur til ad skrifa blogg. Thad er nu svo.

Annars er allt svona skitsaemilegt ad fretta hedan fra Liege. Eg er frekar svona full thessa daganna.

Bestu kvedjur, Haukur.

Haukur (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:34

2 identicon

ER ennþá að fylgjast með...leiðinlegt að missa af þér á þorrablótinu, vildi að ég hefði getað verið lengur, er enn að súpa seyðið af flensunni atarna...

Inga Björk (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:13

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Nei ekkert hættur að kíkja í heimsókn hingað

Rúnar Haukur Ingimarsson, 31.1.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband