Vínland
10.2.2009 | 10:53
Sælt veri fólkið.
Það er dásamlegt verðið þessa dagana, frost og bjart. Það er eitthvað við frostið sem heillar mig, sennilega er það nú náttúrufegurðin.
Ég hef gengið með þá hugmynd að breyta bloggsíðunni minni til frekari virkni. Er að hugsa um að finna mér ákveðna dagsetningu þar sem ég stefni að áherslubreyttri síðu. Læt vita.
Að öðru leiti sönglar í mínum haus alla daga rokksöngleikurinn Vínland sem verið er að setja upp í Freyvangi. Æfingar flesta daga vikunnar. Þetta er mjög gaman en óneitanlega krefjandi.
Til að gefa ykkur tóndæmi setti ég tvö lög í tónlistarspilarann.
Hafið það sem best....
Athugasemdir
Sæll og blessaður,
Það er ekki slæmt frostið þegar það er stillt og bjart. Annars er ég farinn að lengja eftir sumrinu. Mér leiðist þetta skíta veður sem hefur verið að ganga yfir. Rigning og rok í dag og í gær.
Það verður gaman að sjá hvað þú gerir með síðuna. Og ég vildi að ég gæti séð söngleikinn sem þú ert í. En það verður víst ekki á allt kosið.
Bestu kveðjur frá Hollandi.
Haukur (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 23:25
Sæll.
Þetta var athyglisverð hlustun lofar góðu.
Gangi þér allt í haginn. poj poj
Bestu kveðjur norður.
Kjartan Pálmarsson, 11.2.2009 kl. 11:41
Takk fyrir þetta Haukur og Kjartan
Pétur Guðjónsson, 14.2.2009 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.