Það er mikilvægt að brosa
2.4.2009 | 11:31
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veg heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð i nærveru sálar.
Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án sakar.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.
(http://www.tilvitnun.is/ShowQuotes.aspx?type=Q&id=47&name=Einar%20Benediktsson)
Athugasemdir
Ánægður með þessa breytingu á blogginu hjá þér meistari.
Freyr Hólm Ketilsson, 2.4.2009 kl. 11:34
Nú fer maður bara að setja sig í stellingar áður enn á bloggið þitt er litið.
Bjór í krús,feitan vindling og með skáldleg gleraugu á nefinu.
Takk fyrir mig
Kjartan Pálmarsson, 3.4.2009 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.