Aðventa
3.12.2006 | 10:16
"Vaknaði í morgun klár og hress, klæddi mig í föt og sagði bless-sólin skein og fuglar sungu í trjánum......."
Þetta textabrot úr lagi Magnúsar Eiríks átti reyndar ekki við í morgun, sennilega öfugt við allt.
Vaknaði pínu timbraður í morgun, er ekki búinn að klæða mig og það sungu sko bara ekki neinir fuglar og það eru engin tré í kringum mig
En ég má til með að afsaka mig fyrir bloggleysi þessa dagana. Veit ekki alveg hvort mér sé óhætt að skeiða of oft út á bloggvöllinn þessa dagana- þyki svo væminn að það getur farið að leka af skjánum hjá ykkur
Aðventan er hafin og ég er búinn að setja aðventuljósið í gluggann. Eins og segir í laginu:"It´s the most wonderful time, of the year" Svo er líka til gríntexti við sama lag;"It´s the most, fatening time of the year" (Þetta er mest fitandi tími ársins)
En það er nú í lagi og nú segi ég fréttir. Keypti mér í gær árskort í ræktina og ég skal hundur heita ef ég nota það ekki amk tíu sinnum fyrir jól. Er meira að segja á leiðinni núna.
Eins og Guðbjartur talaði um í síðustu færslu þá vitnaði hann í Jólavef Júlla- söguna mína þar. Mæli með Jólavefnum hjá honum Júlla vini mínum, sem er eitt mesta jólabarn sem ég þekki. Frábær vefur: www.julli.is
Jæja, er farinn í ræktina. Og koma svo
Athugasemdir
Flott hjá þér Í hvaða líkamsrækt keyptir þú kort?
laufey (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 16:42
Sæll Pétur. Það er alltaf gaman að lesa bloggið, væmið eða hvað sem sumir kalla þetta. Það er flott að þú skulir vera að drífa þig í ræktina. Ég ætla að hunskast í þessari viku. Gaman að þú skulir vitna í Bob Rivers og félaga.
Bestu kveðjur.
Haukur (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 16:57
Þú ert væntanlega búinn að taka vel á því í ræktinni, eða er það á morgun sem þú ætlar að byrja
Tilheyrir það ekki jólunum að vera væminn. Það fer þér ósköp vel að vera væminn. Haltu því bara áfram
Guðbjartur (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 17:59
Elsku kallinn, bara viðkvæmur!
Ég hef vonda reynslu af að kaupa árskort. Keypi einu sinni árskort í sundlaugarnar, mætti einu sinni og uppgötvaði að mér líkar ekki að fara í sund. Ekki trúi ég því að þú nennir að sprikla eitthvað í einhverri rækt!!! Ojjj.
Vertu bara þú sjálfur Pétur minn, þá ertu bestur.
BS (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 21:15
Æji takk öll sömul. Ég keypti mér kort á Bjargi. Og ég ER byrjaður- hehe.
Mér finnst þetta sprikl mjög skemmtilegt og sérílagi líðanin á eftir.
Já, sem betur fer læri ég og þroskast með aldrinum og eitt af því er að reyna að vera alltaf ég sjálfur. Það tekst núorðið lang oftast og gefst alltaf best.
Pétur Guðjónsson, 4.12.2006 kl. 22:18
Ég er sammála mörgum hér að ofan,mér finnst allt í lagi þó að þú sért væminn. Það mættu alveg fleiri gera það stundum:D Ég las jólasöguna þína, mér fannst hún mjög skemmtileg. Ég sé fyrir mér að systir þín hafi glott út í annað við lesturinn:D
Inga Björk (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 08:58
Hvernig geturðu skrifað svona mikið á hverjum degi?
Fanney Lind Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.