Ef ég nenni
12.12.2006 | 20:03
Halló.
Síðustu dagar hafa verið bragðdaufir á blogginu. Það er nú bara svo að djöfulgangurinn í vinnunni býður ekki upp á mikið blogg. Fúlt, verð ég ekki að fara að skipta um vinnu? Er búinn að vera allt of lengi í sama starfinu
Vaknaði á sunnudagsmorguninn og sá þá allt í nýju ljósi Ég var kominn með jólastress. Vakti Huldu og vældi aðeins í henni. Settist svo við heimavinnuna mína sem er þessa dagana jóladagskráin á Voice. Já, búinn að koma mér í heavy verkefni og er á síðustu stundu, kominn með allt niður um mig. Furðulegt. En útkoman verður góð og vonandi hlustið þið á aðfangadag á milli 14:00 & 18:00. ATH, það er sama hvar á landinu eða heiminum þið eruð, það er alls staðar hægt að hlusta á www.voice.is
En, á sunnudagsmorguninn var ég að hlusta á útvarpið á meðan ég sat og skrifaði. Á Rás 2 var viðtal við Kára Eyþórsson sem talaði um jólastress og jólakvíða. Og hann átti mjög einfalda lausn á þessu. Fyrir jólin, gerir þú einfaldlega það sem þú nennir að gera og þú eyðir þeim pening sem þú átt -ekkert annað- Þetta er svo einfalt.
Þannig að Helgi Björns var ekkert að bulla þegar hann söng: "Gimstein og perlur, gullsveig um enni, færi ég henni, ef ég nenni......... "
Jæja, hvernig væri nú að þið færuð að kommenta - Ég blogga fljótt aftur
....ef ég nenni!
Athugasemdir
Ég held að það sé nokkuð ljóst að ég komi til með að hlusta á þig á aðfangadag. Það er ekkert jólastress í gangi hjá mér. Það er hinsvegar hitt vandamálið að ég nenni ekki neinu. En það er nokkuð ljóst að ég þarf að koma mér í gírinn sem allra fyrst, ekki það að ég hafi einhvern heling að gera en samt.
Bestu kveðjur og meira blogg.
Haukur (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 13:44
Nenni engu ekki einu sinni að kommenta, bara hundlöt og ætla ekki að stressa mig fyrir jólin, þau koma og eru svo fljót að fara
laufey (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 13:52
Sæll Pétur og til hamingju með frúna og skilaðu kveðju til hennar
laufey (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 13:15
sæll Pétur til hamingju með frúna,og þú munt eignast jaa frænku líka á þessum deigju eða frænda það er allt að gerast,skilaðu kveðju til hennar.
svavar þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 15:43
Ég hef lifað eftir þessu mottói síðan 1989, þegar ég var nánast að fá taugaáfall af jólastressi. Fyrir bragðið hef ég átt mín allra skemmtilegustu jóla síðan þá. Engin þrif, enginn bakstur, bara að dúllast í frumlegum jólgjöfum fyrir lítinn pening og jólkortum með einhverjum skemmtilegheitum skrifað til vina minna. Jafnvel skrifað á kaffihúsum, með kakói og jólatónlist því þá er svo stutt í pósthúsið.
En ég hef meiri áhyggjur af áramótum, þau finnst mér fádæma leiðinleg og hef aldrei getað komið mér upp neinu skemmtilegu á þeim leiðindadegi. Hávaði og læti frá morgni til morguns, jakk!!
BS (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.