Jólin koma
17.12.2006 | 02:52
Kooomiði sæl og blessuð.
Þá er ég orðinn afabróðir. Hún Inga Björk Svavarsdóttir átti 16 marka stelpu síðastliðna nótt. Dásamlegar fréttir eftir ansi langa og stranga fæðingu. Heilsist þeim vel.
Fyrir þessu var ég búinn að dreyma. Mig dreymdi Ingu með stúlkubarn sem var óvenjustórt og draumurinn var svo raunverulegur að þegar ég vaknaði þá var ég staðráðinn í því að þetta væri stelpa. Nú er ég ekkert að setja mig á stall sem einhver miðill og fara að sjá blátt reiðhljól.........en þetta var sérstakur draumur. En ég sendi þeim Ingu og Einari hamingjuóskir. Einnig sendi ég ömmunni og afanum, þem Svavari og Völlu hamingjuóskir sem og Baldvini móðurbróður
Í síðustu færslu var ég að tala um um jólastressið. Iss!!! Þetta er nú meira ruglið. Ég er ekkert stressaður en hlakka til að sofna ofan i diskinn minn á aðfangadagskvöld
Nú er kominn háttatími. Ég var í fertugsafmæli í kvöld sem var mjög gaman.
Birkir var að skemmta sér líka og þarf smá ummönnun. Er farinn að sofa.
Takk fyrir komment,,,,,:)
Athugasemdir
Jólin koma hvort sem við erum tilbúin eða ekki. Hvenær hefur okkur einhver tíman vantað eitthvað á jólunum? Ég man ekki til þess annað en ég hafi alltaf náð að gera allt fyrir jólin nema í fyrra. Ég hafði ekki tíma í jólkortin þar sem ég þurfti að þjóta til Malasíu með stuttum fyrirvara.
Bestu kveðjur úr blíðunni í Grayslake.
Haukur (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 19:39
Hvernig er það, ætla fleiri ekkert að kommenta??
Péturg (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.