Myrkur

Komiði þið sæl og blessuð.

Það er kannski ekki nógu jólalegt nafn á færslunni en hvað get ég annað gert. Tek það fram að þetta er ekki skrifað í einhverju svartnætti innra með mér en núna er kl hálf ellefu að morgni og það er alveg svarta myrkur þegar ég horfi út um gluggann. En þrátt fyrir allt er þetta pínu sjarmerandi.

Jólin eru að koma. Við skreyttum hús með greinum grænum í gærkvöldi og er bara orðið jólalegt hjá okkur.  En þessa dagana er ég mjög upptekinn. Dagskráin er þykk og hefur tekið mikla orku. En sú síðasta er komin út og ég er farinn að róast. 

Svo er önnur dagskrá sem ég þarf að skila, þ.e. jóladagskráin á Voice sem fer í loftið á aðfangadag kl. tvö. Vona að þið munið hlusta. En ég er alveg að verða búinn með þetta og þá get ég snúið mér alfarið að jólunum.

Ég var að skoða bloggið hjá honum Birki mínum í morgun. Mikið var ég stoltur af honum og færslunni hans. Þar talaði hann um jólastress og lætin í kringum jólin.  Slóðin er http://birkir77.bloggar.is/

Ætli ég hafi ekki toppað sjálfan mig í stressi og önnum fyrir þessi jól. Þessu verður að breyta.

En hvað sem öllu líður, 12 stiga hita úti, myrkri, stressi, vantar þetta vantar hitt, þá er ég kominn í jólaskap og hlakka til jólanna. Ég ætla að njóta þeirra og borða MIKIÐ.  Þetta verða sko Majones-jól eins og hjá BogomilHappy

Blogga aftur fyrir jól, kæru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að fá blogg frá þér. Blessaður vertu þetta hefst allt af á endanum þá að ég sé sammála þér að það sé ekki gott að vera með allt á síðustu stundum. það er erfitt að njóta jóla undirbúningsins þegar svo er. Bestu kveðjur.

Haukur (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband